Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

20. fundur
16. desember 2019 kl. 16:00 - 17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Gamla sýningarvélin og önnur tæki í Valhöll Eskifirði
Málsnúmer 1911122
Erindi Vina Valhallar er varðar gamla sýningarvél og magnara sem staðsett eru í Félagsheimilinu Valhöll. Kvikmyndasafn Íslands hefur óskað eftir að fá hluta vélarinnar til varðveislu. Íbúi í sveitarfélaginu hefur jafnframt óskað eftir að fá að gera upp magnara sem einnig er staðsettur í Valhöll og var hluti af kvikmyndasýningarbúnaði hússins. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að kanna málið nánar hjá Kvikmyndasafni Íslands og íbúa og leggja tillögu að úrlausn fyrir nefndina.
2.
Beiðni um aukafjárveitingu til bókasafnanna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1910186
Beiðni starfsmanna bókasafna í Fjarðabyggð um 360.000 kr. aukafjárveitingu til safnanna á árinu 2019. Bæjarráð hefur samþykkt beiðni. Lagt fram til kynningar.
3.
Beiðni um styrk í formi leigkostnaðar - Valhöll
Málsnúmer 1912029
Rauði krossinn Eskifirði óskar eftir styrk á móti leigukostnaði vegna föndur og jóladags sem haldinn var í Valhöll 8.desember. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita styrk.
4.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2019
Málsnúmer 1903035
Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 12.nóvember 2019, lögð fram til kynningar.
5.
20.fundur sjálfseignarstofnunar um safn Jósafats Hinrikssonar
Málsnúmer 1911143
Lögð fram fundargerð stjórnar sjálfseignarstofnunar um safn Jósafats Hinrikssonar frá 21. nóvember 2019. Samþykkt hefur verið að leggja niður félagasamtökin um safnið og slíta félaginu í kjölfarið.
6.
Styrkbeiðni frá Leikfélaginu Djúpinu
Málsnúmer 1911098
Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Egilsbúð í febrúar og mars 2020 vegna leiksýningar. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að veita styrk sem nemur húsaleigu á umræddu tímabili.
7.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Upplýsinga- og kynningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála vegna vinnu við stefnumótun í ferðamálum. Drög að stefnumótun eru í vinnslu og verða lögð fyrir ferðaþjónustuaðila á næstunni. Tekið á dagskrá nefndarinnar aftur í upphafi nýs árs.
8.
Samningur milli SSA, menningarstofu og Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1912093
Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að framlengja ekki núgildandi samningi milli Fjarðabyggðar, SSA og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Lögð fram til kynningar drög að samningi milli SSA og menningarstofu Fjarðabyggðar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að nýr samningur verði milli Menningarstofu Fjarðabyggðar og SSA, en óskar eftir að gerðar verði smávægilegar breytingar á efni samnings og felur bæjarráði að ganga frá endanlegum samningi. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur formanni nefndarinnar, bæjarstjóra og bæjarritara jafnframt að vinna málið áfram og funda með formanni sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju.

Samstarfssamningur milli Tónlistarmiðstöðvar og Fjarðabyggðar, dagsettur 4.desember 2017, átti að endurskoðast fyrir árslok 2018. Þar sem nýr aðili er að taka við hlutverki Tónlistarmiðstöðvar í samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, um menningarsamstarf á sviði tónlistar, er ekki ástæða til að endurskoða umræddan samstarfssamning. Menningar- og nýsköpunarnefnd er því sammála um að segja upp samstarfssamningi milli Tónlistarmiðstöðvar og Fjarðabyggðar og felur forstöðumanni að tilkynna það til tónlistarmiðstöðvar.
9.
Safnanefnd - 13
Málsnúmer 1911021F
Fundargerð safnanefndar nr. 13 lögð fram og samþykkt samhljóða.