Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

21. fundur
7. janúar 2020 kl. 17:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Ari Allansson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Málsnúmer 1803046
Umfjöllun um málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, tónlistarsamning í breyttu umhverfi og ákvörðun um fulltrúa á aðalfund Tónlistarmiðstöðvarinnar, sem haldinn verður 15. janúar 2020 kl. 17:00.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefnir Jón Björn Hákonarson og Snorra Styrkársson sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundinn.
2.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2020
Málsnúmer 1911151
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögu safnanefndar um fyrirkomulag sumaropnunar 2020 í bókasöfnum Fjarðabyggðar.
Kostnaður vegna sumaropnunar er ekki á fjárhagsáætlun menningarmála 2020 og vísast til umfjöllunar í bæjarráði.
3.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2019
Málsnúmer 1903035
Fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga lögð fram til kynningar.