Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

22. fundur
17. febrúar 2020 kl. 17:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Skipun stjórnar Tónlistarmiðstöðvar
Málsnúmer 2001188
Skipa þarf Tónlistarmiðstöð Austurlands þriggja manna stjórn auk þriggja varamanna þeirra og skipta verkum hennar til samræmis við 3. gr. samþykkta frá 15. janúar 2020.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að stjórn miðstöðvarinnar skipi Eydís Ásbjörnsdóttir, Gunnar Jónsson og Snorri Styrkársson og til vara Jón Kristinn Arngrímsson, Gunnlaugur Sverrisson og Valgeir Ægir Ingólfsson. Formaður Gunnar Jónsson, Snorri Styrkársson gjaldkeri og Eydís Ásbjörnsdóttir ritari.
2.
Beiðni um stykr vegna rútuferða á leiksýningu 9. bekkjar Nesskóla
Málsnúmer 2002072
Beiðni um styrk frá 9. bekk Nesskóla vegna rútuferða í tengslum við uppsetningu á leikritinu Amma þó!
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að greiða fyrir ferðir með rútu fyrir grunnskólanemendur á sýninguna Amma þó! skólasýningu.
3.
Skapandi sumarstörf - Lokaskýrsla
Málsnúmer 2001181
Framlögð lokaskýrsla um verkefnið Skapandi sumarstörf 2019 sameiginlegt verkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs.
Menningar- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með vel heppnað verkefni síðasta sumar og bindur vonir sínar við verkefnið þróist og verði enn öflugara á komandi sumri.
4.
Stúdenta- og ungmennaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Málsnúmer 1901077
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um stúdenta- og ungmennaskipti milli Fjarðabyggðar og Gravelines.
5.
Eistnaflug 2020
Málsnúmer 2001243
Framlögð drög að uppfærðum samningi við Millifótakonfekt ehf. um menningarhátíðina Eistnaflug. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi menningar- og nýsköpunarnefndar.
6.
Starfshópur um nýsköpun og atvinnuþróun
Málsnúmer 2002099
Framlögð tillaga formanns um skipan starfshóps um nýsköpun og atvinnuþróun í Fjarðabyggð þar sem óskað verður eftir aðkomu Nýsköpunarmiðstöðvar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tilnefnir Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnu- og þróunarstjóra, Jónu Árnýju Þórðardóttur og Ara Allansson sem fulltrúa í hópinn. Verkefni hópsins er að meta tækifæri til nýsköpunar í Fjarðabyggð, stuðning og styrkjum við frumkvöðla. Hópurinn óski eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð og aðra stuðningsaðila í verkefninu. Starfshópurinn mun vinna út árið 2020. Nefndin felur bæjarritara að gera erindisbréf starfshópsins.
7.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Farið yfir stöðu endurskoðunar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins.
Bæjarritara og stjórnsýslufulltrúa falið að yfirfara skipulagslýsingu og leggja fyrir nefndina að nýju.