Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

23. fundur
9. mars 2020 kl. 17:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Ari Allansson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Verkefni menningarstofu 2020
Málsnúmer 2001116
Framlagt yfirlit yfir verkefni Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 og starfsemi síðustu 6 mánaða. Forstöðumaður fór yfir yfirlitið.
2.
Skapandi sumarstörf 2020
Málsnúmer 2003022
Vísað frá bæjarráði til kynningar menningar- og nýsköpunarnefndar samningi milli Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggðar um skapandi sumarstörf.
3.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 1903188
Umsókn Einars Ágústs Víðissonar um styrk til menningarmála. Sótt um vegna upptöku á plötu sem inniheldur íslenskar kvöldvísur.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 100.000. kr.
4.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 1909039
Umsókn Jóns Knúts Ásmundssonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna útgáfu plötu norðfirsku hljómsveitarinnar Coney Island Babies.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 100.000 kr.
5.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2001006
Umsókn Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna tónleikanna Nýársglamour í ársbyrjun 2021.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 150.000 kr.
6.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2001007
Umsókn Svans Davíðs Vilbergssonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna tónleika með gítar- og söngtríóinu Túnfífill í ágúst 2020.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 150.000 kr.
7.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2001122
Umsókn Bjarna Stefáns Vilhjálmssonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna bæjarhátíðar á Stöðvarfirði.
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar styrkbeiðni til styrkja sem veittir eru bæjarhátíðum og felur upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við umsækjanda.
8.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002103
Umsókn Hildar Þórðardóttur um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Austurlands vegna tónleik La dolce vita.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 200.000 kr.
9.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002116
Umsókn Verkmenntaskóla Austurlands um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna fjórtándun leiksýningar Leikfélagsins Djúpsins, Söngleikurinn Adamsfjölskyldan.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 150.000 kr.
10.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002170
Umsókn Þórunnar Bjargar Halldórsdóttur um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna gerðar fjögurra hlaðvarpsþátta um innflytjendur í Fjarðabyggð.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 150.000 kr.
11.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002169
Umsókn Pjeturs St Arasonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna Litlu trúbadorahátíðarinnar.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 100.000 kr.
12.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002171
Umsókn Pjeturs St Arasonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna V-5 Bílskúrstónleikaraðar á hverju þriðjudagskvöldi að Valsmýri 5.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 50.000 kr.
13.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002172
Umsókn Pjeturs St Arasonar um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna tónlistarhátíðarinnar Orientum Im Culus (Austur í rassgati).
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 100.000 kr.
14.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002187
Umsókn Hreins Stephensen um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna útgáfu hljómplötu sem hugsuð er sem dagbók ferðar í samstarfi við Vinny Vamos í stúdíó Síló.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 100.000 kr.
15.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2002173
Umsókn Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna útgáfu ljóðabókar eftir austfirsku skáldkonuna Guðnýju Árnadóttur sem hlaut viðurnefnið Skálda-Guðný.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um 50.000 kr.
16.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2003002
Umsókn Millifótakonfekts um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs 2020.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðni.
17.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2003003
Umsókn Millifótakonfekts um styrk til menningarstarfsemi. Sótt erum um vegna Tónleika á hjólum sem tilraunaverkefnis en ætlunin er að tónleikar verði haldnir í bát.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðni.
18.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2003004
Umsókn Millifótakonfekts um styrk til menningarstarfsemi. Sótt er um vegna rokktónleika í Egilsbúð 8. júlí en þar verða flutt vinsælustu rokk og ról lög síðustu áratuga.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðni.
19.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Vísað úr bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd erindi um nýtingu trjákurls í kyndistöð. Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð staðfesti með viljayfirlýsingu að vinna áfram að hugmyndum um uppbyggingu kyndistöðvar með trjákurli. Yfirlýsingin er ekki bindandi en til umsóknar Rannís.
Lagt fram til kynningar.
20.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2020
Málsnúmer 2002186
Lögð fram til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 24. febrúar sl.
Vísað til kynningar í safnanefnd.