Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

24. fundur
3. apríl 2020 kl. 15:00 - 16:50
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Drög að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu lögð fram.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir drög að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð og að stefnan verði yfirfarin og sett upp. Í framhaldi vísað til umsagnar nefnda og tekin fyrir að nýju í nefndinni.
2.
Verkefni til viðspyrnu í samfélaginu vegna faraldurs
Málsnúmer 2004008
Framlögð vinnugögn vegna verkefna sem unnið hefur verið að vegna ferðamála, markaðs- og upplýsingamála, menningarmála og tengdra verkefna af hálfu stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir snögg viðbrögð og samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs sem vinnur að aðgerðum fyrir samfélagið vegna COVID 19 faraldursins.
3.
Verkefni menningarstofu 2020
Málsnúmer 2001116
Lagt fram yfirlit yfir verkefni Menningarstofu sumarið 2020 ásamt skilgreiningu samstarfsverkefna. Meðal verkefna eru skapandi sumarstörf í samstarfi við Fljótsdalshérað, skapandi sumarsmiðjur, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, kvikmyndasýningar, tónleikahald auk samstarfs við hátíðir sem eru í umsjón heimamanna.
Lagt fram til kynningar.
4.
Eistnaflug 2020
Málsnúmer 2001243
Tekin fyrir að nýju drög drög að uppfærðum samningi við Millifótakonfekt ehf. um menningarhátíðina Eistnaflug. Um er að ræða uppfærðan samning til lengri tíma.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
5.
COVID19 - staða
Málsnúmer 2002090
Vísað frá bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd umræðu um ráðstafanir sveitarfélagsins vegna Covid-19.
Bæjarráð vill koma þakklæti til allra starfsmanna Fjarðabyggðar sem og íbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag á erfiðum tímum. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum skólastofnana, félags- heimaþjónustu og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð fyrir þeirra störf sem gert hafa það kleift að halda úti þessari mikilvægu starfsemi á þessum tímum.
Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hittist daglega til að fara yfir stöðuna í Fjarðabyggð og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða og eftirfylgni og einnig hittist aðgerðarhópur almannavarna daglega.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur heilshugar undir bókunina.
6.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003122
Vísað frá bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020.
Haldinn hefur verið fundur með ferðaþjónustuaðilum í Fjarðabyggð þar sem rædd hefur verið staða greinarinnar í ljósi faraldursins. Jafnframt hafa verið lagðar fram tillögur frá stjórnsýslu- og þjónustusviði til stuðnings samfélagsins. Lagt fram til kynningar.
7.
Safnanefnd - 14
Málsnúmer 2003014F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð safnanefndar frá 17. mars sl.