Menningar- og nýsköpunarnefnd
25. fundur
11. maí 2020
kl.
17:00
-
18:08
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Menningarverkefni - QueerNes
Framlagt erindi Hafsteins Hafsteinssonar og Hákons Guðröðarsonar fyrir hönd verkefnisins QueerNes. Lögð fram skýrsla til kynningar á verkefninu, framgangi þess og næstu skrefum. Hákon sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti verkefnið. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar kynningu og vísar málinu til skoðunar hjá forstöðumanni menningarstofu og bæjarritara.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Framlagðar til kynningar reglur um vinnu við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024. Umræða um vinnslu fjárhagsáætlunar. Reglurnar verða lagðar fram í bæjarstjórn 28. maí nk. Fundir með formönnum nefnda og sviðsstjórum er áætlaðir í þessari viku en umræður og vinnsla tillagna að fjárhagsáætlun 2021 í nefndum og hjá sviðsstjórum á að vera lokið 10.júní. Vísað til áframhaldandi vinnslu í nefndinni og tekið fyrir á fundi 25. maí nk.
3.
Nýsköpun og atvinnuþróun
Atvinnu- og þróunarstjóri sat þennan lið fundarins og fór yfir störf starfshóps um málefni nýsköpunar og atvinnuþróunar í sveitarfélaginu en hópinn skipa Ari Allansson, Lilja Guðný Jóhannesdóttir og Valgeir Ægir Ingólfsson sem jafnframt er formaður hópsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir fundi með ráðherra nýsköpunarmála til að ræða tækifæri til nýsköpunar í sveitarfélaginu og aðkomu ríkisins að eflingu slíkra tækifæra.
4.
Gamla sýningarvélin og önnur tæki í Valhöll Eskifirði
Erindi Vina Valhallar er varðar gamla sýningarvél og magnara sem staðsett eru í Félagsheimilinu Valhöll. Lagt fram minnisblað forstöðumanns menningarstofu um afgreiðslu málsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að ganga frá formlegu samþykki við Kvikmyndasafn Íslands vegna sýningarvélarinnar.
5.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsingafulltrúa og birtingaráætlun vegna markaðsátaks sumarið 2020. Bæjarráð hefur samþykkt tillögur í minnisblaði.