Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

28. fundur
22. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Höskuldur Björgúlfsson varamaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Ferðmálastefna hefur verið lögð fram í öllum fastanefndum. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir ferðamálastefnu og vísar henni til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.
2.
Starfshópur um tjaldsvæði
Málsnúmer 2004044
Lagðar fram fundargerðir og niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð. Starfshópurinn telur að leggja beri áherslu á að hefja framkvæmdir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Framkvæmdum á Eskifirði yrði flýtt eins og kostur er í framhaldi. Fyrirhugaðar ofanflóðaframkvæmdir í Neskaupstað kalla á að tjaldsvæðið verði flutt. Leitað verður samkomulags við Ofanflóðasjóð um sambærilegt tjaldsvæði við Strandgötu 62, vestan við byggðina. Lagt er til að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Bæjarráð vísar tillögum starfshópsins til menningar- og nýsköpunarnefndar til áframhaldandi vinnslu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögur starfshópsins og vísar þeim til vinnu við starfs- og fjárhagsátælun ársins 2021.
3.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Málsnúmer 2005044
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra og upplýsingafulltrúa um lykil að Fjarðabyggð sem er útfærsla á verkefni tengt stuðningi við ferðaþjónustu. Gefnir verða út afsláttarmiðar í sundlaugar og söfn sem ferðaþjónustuaðilar framselja viðskiptavinum.
Bæjarráð hefur samþykkt tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála útfærslu á verkefninu.
4.
Staða landbúnaðar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2006101
Umræður um núverandi stöðu landbúnaðar í Fjarðabyggð og hvernig sveitarfélagið getur stuðlað að aukningu í landbúnaði og stutt við frekari uppbyggingu greinarinnar á svæðinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd Óskar eftir að atvinnu- og þróunarstjóri taki saman minnisblað um stöðu landbúnaðar í Fjarðabyggð og leggi fram í nefndinni um miðjan ágúst.
5.
Menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 2006097
Lögð fram drög forstöðumanns menningarstofu að menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar 2020. Nánari dagsetningar munu liggja fyrir fyrstu vikuna í júlí.
6.
Atvinnuþing í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2006102
Tillaga formanns um að halda atvinnuþing í Fjarðabyggð í haust. Umræður um útfærslu og framkvæmd. Menningar- og nýsköpunarnefnd sammála að stefna að því að halda atvinnuþing í haust. Nánara fyrirkomulag tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.