Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

29. fundur
24. ágúst 2020 kl. 17:00 - 18:54
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur vísað drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði, menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráði og safnanefnd. Umhverfisstjóri sat þennan lið fundarins og kynnti umhverfisstefnuna.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar góða kynningu.
2.
Steinasafn í Breiðdal
Málsnúmer 2008033
Náttúruminjasafn Íslands vill stofna til sýningar í Breiðdal. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að fylgja málinu eftir. Lagt fram til kynningar.
3.
Staða landbúnaðar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2006101
Lagt fram til kynningar drög að minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra um stöðu landbúnaðar í Fjarðabyggð. Atvinnu- og þróunarstjóri sat þennan lið fundarins. Formaður mun leggja fram tillögu á næsta fundi um skipan rýnihóps sem myndi vinna málið áfram inn í haustið.
4.
Starfshópur um tjaldsvæði
Málsnúmer 2004044
Framlagður undirskriftalisti íbúa við Balann á Stöðvarfirði þar sem fyrirhugaðri staðsetningu tjaldsvæðisins er mótmælt. Mælt er með að færa tjaldsvæðið utar í fjörðinn frá núverandi staðsetningu á svokallaða Nýrækt. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að fela formanni, í samráði við formann eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, að skoða málið betur í samráði við íbúa á Stöðvarfirði.