Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

30. fundur
7. september 2020 kl. 17:00 - 19:10
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Málsnúmer 2005019
Rammar að fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokkinn menningarmál 05 fram lagðir.
Menningar- og nýsköpunarnefnd felur formanni og bæjarritara að vinna að fjárhagsáætlunargerðinni fyrir málaflokkinn og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Útgáfa á sögu Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 2006128
Farið yfir kostnað við útgáfu sögu Fáskrúðsfjarðar en óformleg verð hafa verið sett fram af útgáfufélaginu.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að vísa erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2021. Jafnframt samþykkir nefndin að gerð verði áætlun um næstu skref í útgáfunni og hvenær stefnt sé að útgáfu hennar. Nefndin stefnir á að lokið verði við útgáfu sögunnar á árinu 2021.
3.
Erlendir ferðamenn í Fjarðabyggð 2014-2019
Málsnúmer 2007004
Framlögð greining frá Rannsóknum og ráðgjöf sem unnin var í júní 2020 um niðurstöður og greiningar á straumi ferðamanna til Íslands. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar frá bæjarráði. Atvinnu- og þróunarstjóri kynnir.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir góða kynningu á greiningunni. Greiningunni er vísað til áframhaldandi umfjöllunar um ferðamenn í Fjarðabyggð og ferðamálastefnu.
4.
Verkefni menningarstofu 2020
Málsnúmer 2001116
Forstöðumaður menningarstofu sat þennan lið fundarins og fór yfir helstu verkefni á döfinni.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir góða yfirferð.