Menningar- og nýsköpunarnefnd
31. fundur
28. september 2020
kl.
17:00
-
18:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Rammar að fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokkinn menningarmál. Menningar- og nýsköpunarnefnd fól formanni og bæjarritara á fundi 7.september, að vinna að fjárhagsáætlunargerð fyrir málaflokkinn og leggja fyrir nefndina að nýju. Lögð fram minnisblöð um fjárhagsramma menningarmála, atvinnu-, ferða- og markaðsmála og almennt um fjárhagsáætlunargerðina. Ætlunin var að bæjarráð fundaði með formönnum nefnda í vikunni um áherslur, gjaldskrár og starfsáætlanir. Stefnt er að lokafrágangi áætlunar fyrri hluta október.
2.
Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. á árinu 2020
Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 14. september. Einnig lagðar fram tillögur um breytingar á stofnsamningi byggðasamlagsins sem voru samþykktar á stjórnarfundum í júní og september. Óskað er eftir að svör um stofnsamninginn berist í síðasta lagi þann 20.október. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni safnastofnunar að afla nánari upplýsinga frá Héraðsskjalasafni og upplýsa nefndina á næsta fundi.
3.
Málþing um súðbyrðinginn
Norræni súðbyrðingurinn hefur verið tilnefndur á lista heimsminjaskrár UNESCO. Lagður fram tölvupóstur frá Vitafélaginu - Íslensk strandmenning, er varðar málþing um súðbirðinginn - norræna trébátinn - sem fyrirhugað er að halda í Fjarðabyggð eftir áramótin. Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur vel í erindið og mun taka þátt í skipulagningu viðburðarins eins og aðstæður leyfa.
4.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2021
Félag áhugafólks um fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði óskar eftir að Fjarðabyggð styrki rannóknarverkefnið í Stöð um eina milljón, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk og fagnar áframhaldandi vinnu við fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði.
5.
Gjaldskrá bókasafna 2021
Gjaldskrá bókasafna lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Taka þarf ákvörðun um breytingu á gjaldskrá eða að óbreytt gjaldskrá gildi frá 1.janúar 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrá bókasafna verði óbreytt á árinu 2021.
6.
Gjaldskrá safna 2021 til 2022
Gjaldskrá safna fyrir árið 2022 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að aðgangseyrir að söfnum hækki um 100 kr. í öllum gjaldhópum milli áranna 2021 og 2022.