Menningar- og nýsköpunarnefnd
32. fundur
12. október 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
varamaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Lokafrágangur fjárhagsáætlunar 2021. Fjárhagsáætlun 2021 til menningar- og nýsköpunarmála er innan úthlutaðs fjárhagsramma. Umræða um áherslur í málaflokknum. Lögð fram minnisblöð er varða fjárhagsáætlun menningarmála 2021 og verkefni menningarstofu og tónlistarmiðstöðvar. Einnig lagt fram yfirlit yfir möguleg styrkhæf verkefni með ósk um afstöðu nefndarinnar til forgangsröðunar þeirra. Samkvæmt fjárhagsramma menningarmála er rekstrarniðurstaða málaflokksins áætluð 272,9 milljónir sem er um 13,4 milljóna hækkun frá fyrra ári. Sérstakt viðbótarframlag til áætlunarinnar nam kr. 5,7 milljónum. Formaður menningar- og nýsköpunarnefndar hefur mætt á fund bæjarráðs og farið yfir áherslur nefndarinnar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagðar tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021, eins og þær eru settar fram í minnisblöðum.
2.
Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. á árinu 2020
Upplýsingar frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um breytingar á stofnsamningi byggðasamlagsins. Leiðréttingar hafa verið gerðar á atkvæðavægi aðalfundarfulltrúa eftir ábendingar frá Fjarðabyggð. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir breytingar á stofnsamningi fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
3.
Aðsókn að söfnum 2019 - 2020
Framlagt minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar um aðsókn á söfnin í Fjarðabyggð 2019 - 2020. Vegna Covid-19 varð mikil fækkun erlendra ferðamanna á söfnunum á árinu 2020, en íslenskum gestum fjölgaði mikið. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að samantektin verði notuð til áframhaldandi vinnu við rýni á ferðamál.
4.
Ljósmyndasamkeppni 2020
Lagt fram minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa um Ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020 - Fjarðabyggð með mínum augum. Verkefnið kom til sem hluti af viðbrögðum við COVID 19 og var hugsað sem hvatning til íbúa og gesta Fjarðabyggðar til að njóta alls þess fallega sem Fjarðabyggð hefur upp á að bjóða. Þátttaka var góð og yfir 200 myndir bárust í keppnina. Gert er ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í nóvember.
5.
Umsóknir Uppbyggingarsjóður 2020
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti verkefni sem verið er að vinna með að sæki um í Uppbyggingarsjóð Austurlands.
6.
Umsóknir áfangastaða 2020
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um stöðu umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í Fjarðabyggð fyrir árið 2020. Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti stöðu verkefna Fjarðabyggðar hjá sjóðnum. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna málið áfram samkvæmt tillögum í minnisblaði, svo hægt sé að leggja fram lokskýrslur eldri verkefna.
7.
Verkefni menningarstofu 2020
Forstöðumaður menningarstofu gerði grein fyrir helstu verkefnum á næstunni og stöðu mála vegna Covid-19 en nokkuð er um að viðburðum hafi verið frestað. Menningarstofa vinnur að umsóknum í Uppbyggingarsjóð og aðkomu að samstarfsverkefnum á komandi ári.
8.
Frábær smábær
Fjarðabyggð hefur veitt jákvæða umsögn í tengslum við verkefnið "Hjallurinn okkar", sem er hluti af heildarverkefninu - Frábær smábær. Lagt fram til kynningar.
9.
Erindisbréf safnanefndar
Lagðar fram til upplýsinga fyrirhugaðar breytingar á erindisbréfi menningar- og nýsköpunarnefndar vegna niðurlagningar safnanefndar.