Menningar- og nýsköpunarnefnd
33. fundur
16. nóvember 2020
kl.
16:00
-
17:05
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Verkefni menningarstofu 2021
Samantekt forstöðumanns menningarstofu yfir verkefni sem fengu styrk fyrr á árinu. Óskað er eftir heimild nefndarinnar til að færa styrki yfir á árið 2021 án þess að styrkir ársins skerðist. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að styrkir verði færðir milli ára og vísar erindinu til fjármálastjóra með beiðni um að fjármagn samkvæmt samantekt verði fært milli ára.
2.
Sýningarvél í Egilsbúð
Erindi um verndun og geymslu Bauer B11 sýningarvélar ásamt fylgihlutum, sem staðsettir eru í Egilsbúð. Forstöðumanni safnastofnunar falið að fara yfir málið með ásættanlega lausn í huga og leggja tillögu fyrir nefndina á næsta fundi.
3.
Heimildamynd um Eistnaflug
Árið 2014 kom út heimildarmynd um Eistnaflug sem ber nafnið "Bannað að vera fáviti". Myndin fór í sýningu hjá Ríkissjónvarpinu ásamt því að gefin var út vegleg DVD útgáfa sem innihélt fjóra DVD diska með níu klst. af afþreyingarefni um hátíðina, um níutíu lög, viðtöl við stofnendur hátíðarinnar, heimamenn og hljómsveitarmeðlimi. Óskað er eftir liðsinni frá menningar og nýsköpunarnefnd til að leita eftir styrkjum til að koma myndinni í sýningu á miðlum erlendis og á samfélagsmiðlum. Forstöðumanni menningarstofu falið að yfirfara málið með útgefanda myndarinnar og leggja minnisblað fyrir nefndina á næsta fundi.
4.
Skýrsla um ferðasumarið 2020
Lögð fram til kynningar skýrsla upplýsinga- og kynningarfulltrúa um ferðasumarið 2020 í Fjarðabyggð.
5.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa er varðar uppgjör á markaðsátaki Fjarðabyggðar sumarið 2020.
6.
Markaðsátak vegna páska 2021
Umræða um verkefni varðandi fyrirhugað markaðsátak fyrir páska 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur upplýsingafulltrúa og forstöðumanni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði ásamt fulltrúa frá Austurbrú, að setja af stað verkefni í tengslum við viðburði um páska 2021.
7.
Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2020
Lagt fram til upplýsinga minnisblað forstöðumanns safnastofnunar um starfsemi safna sumarið 2020.
8.
Málþing um súðbyrðinginn
Umræða um málþing sem haldið verður 24. apríl 2021 í Fjarðabyggð.