Menningar- og nýsköpunarnefnd
34. fundur
1. febrúar 2021
kl.
16:30
-
18:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Heimildamynd um Eistnaflug
Árið 2014 kom út heimildarmynd um Eistnaflug sem ber nafnið "Bannað að vera fáviti". Myndin fór í sýningu hjá Ríkissjónvarpinu ásamt því að gefin var út vegleg DVD útgáfa sem innihélt fjóra DVD diska með níu klst. af afþreyingarefni um hátíðina, um níutíu lög, viðtöl við stofnendur hátíðarinnar, heimamenn og hljómsveitarmeðlimi. Óskað er eftir liðsinni frá menningar og nýsköpunarnefnd til að leita eftir styrkjum til að koma myndinni í sýningu á miðlum erlendis og á samfélagsmiðlum. Lagt fram minnisblað forstöðumanns menningarstofu eftir yfirferð hans með útgefanda myndarinnar. Menningar- og nýsköpunarnefnd styrkti myndina nokkuð á sínum tíma og hefur ekki tök á að styrkja myndina frekar með beinu fjárframlagi. Nefndin felur forstöðumanni menningarstofu að ræða málið við upplýsingafulltrúa til að kanna möguleika á nýtingu myndarinnar í markaðslegum tilgangi.
2.
Sýningarvél í Egilsbúð
Erindi um verndun og geymslu Bauer B11 sýningarvélar ásamt fylgihlutum, sem staðsettir eru í Egilsbúð. Lagt fram minnisblað forstöðumanns safnastofnunar. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur að ef ekki komi til sérstök not fyrir það rými sem vélin er staðsett í, sé ekki því til fyrirstöðu að vélin verði varðveitt í núverandi ástandi í rýminu. Forstöðumanni safnastofnunar falin áframhaldandi vinnsla málsins.
3.
Umsókn um styrk vegna leiksýningar í Nesskóla
Beiðni Nesskóla um styrk vegna leiksýningar í Egilsbúð en fyrirhugað er að bjóða upp á rútuferðir fyrir gurnnskólabörn á leiksýninguna. Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur vel í erindið og felur forstöðumanni stjórnsýslu að afla nánari upplýsinga um fjölda sýninga og sýningartíma.
4.
Menningarstyrkir 2021
Forstöðumaður menningarstofu kynnti fyrirkomulag menningarstyrkja 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni að auglýsa menningarstyrki með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári.
5.
Áfangaskýrsla Menningarstofu vegna styrkja á árinu 2020
Lagt fram til upplýsinga minnisblað forstöðumanns menningarstofu um styrkveitingu hafnarstjórnar til verkefna Menningarstofu 2020.
6.
735 Strrandgata 98b - Umsókn um lóð
Lagt fram erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Umbeðið svæði er innan lóðarinnar við Strandgötu 98b. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur óskað umsagnar Sjóminjasafns Austurlands og menningar- og nýsköpunarnefndar vegna hugmynda um afmörkun lóðar undir Friðþjófshús á svæðinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnar fyrirhuguðum áætlunum bréfritara en óskar eftir nánari upplýsingum frá honum um hvað hann hyggst fyrir með húsið þegar flutningi þess og framkvæmdum við það lýkur. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að koma afstöðu nefndarinnar á framfæri við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.