Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

35. fundur
11. febrúar 2021 kl. 17:00 - 00:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Höskuldur Björgúlfsson varamaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Magnea María Jónudóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
735 Strandgata 98B - Umsókn byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2010198
Lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dagsettur 14. janúar 2021, þar sem þess er farið á leit að beðið verði með niðurrif Strandgötu 98b svo færi gefist til að kanna nánar sögu húsanna og varðveislugildi. Einnig lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands vegna fyrirspurnar um niðurrifsáform Strandgötu 98b, dagsett 28. janúar 2021 og greinargerð framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar vegna ástands húsanna við Strandgötu 98b, dagsett 5. febrúar 2021. Á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar 8.febrúar, ákvað nefndin að breyta ekki áður útgefnu leyfi til niðurrifs húsanna. Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur ekki undir sjónarmið sem Minjastofnun reifar í bréfi sínu 28. janúar sl. Fasteignirnar sem byggðar eru um 1950 eiga ekki skylt við þær byggingar sem fyrir eru á svæðinu og eru ekki sem slíkar hluti af mikilvægri byggingarheild þess. Byggingarnar eru ekki til vitnis um sérstæða byggingargerð né heldur efni þeirra en ástand eignanna er ekki gott. Mikilvægt er að halda til haga atvinnusögu samfélaganna í Fjarðabyggð en það verður ekki gert með því að vernda allt atvinnuhúsnæði og hamla eðlilegri þróun byggðarlaganna til bóta fyrir þau. Það verður fremur gert með því að sýna atvinnuhætti með aðgengilegum hætti líkt og gert er á söfnum sveitarfélagsins. Þá furðar nefndin sig á þeirri afstöðu sem Minjastofnun setur fram í bréfi sínu gagnvart hugmyndum um safnasvæði og vinnu við skipulagi svæðisins. Áréttar nefndin að fullt samráð hefur verið og mun verða við Minjastofnun um varðveislu og verndum menningarminja eins og lög um menningarminjar kveða á um.
2.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Umbeðið svæði er innan lóðarinnar við Strandgötu 98b. Fyrir liggur umsögn Sjóminjasafns Austurlands um málið. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnaði fyrirhuguðum áætlunum bréfritara á síðasta fundi en óskaði eftir nánari upplýsingum frá honum um hvað hann hyggst fyrir með húsið þegar flutningi þess og framkvæmdum við það lýkur. Pétur Karl segist aðspurður að endanleg notkun hússins liggi ekki fyrir en hallast helst að því að nýta það tengt einhverju sem fyrir er á svæðinu eða verður á svæðinu. Hann segist allt eins geta hugsað sér að útbúa íbúð í húsinu. Húsnæðið verður hinsvegar ekki nýtt undir rekstur fyrirtækis hans Veturhúsa. Menningar- og nýsköpunarnefnd er jákvæð gagnvart erindinu enda verði nýting hússins í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
3.
Málþing um súðbyrðinginn
Málsnúmer 2009198
Málþing um Súðbirðinginn verður haldið laugardaginn 24.apríl. Dagskrá málþingsins liggur að mestu fyrir en stefnt er á að halda það í Randúlfssjóhúsi á Eskifirði.
4.
Sýningarvél í Egilsbúð
Málsnúmer 2011091
Erindi Sigurjóns Egilssonar frá 10.febrúar, er varðar afnot af gamla sýningarherberginu í Egilsbúð fyrir upptökurými og sem stjórnherbergi fyrir útsendingar. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur áður tekið vel í erindi um varðveislu sýningarvélar í því rými sem um ræðir. Nefndin felur forstöðumanni Safnastofnunar að ræða við Sigurjón Egilsson um nánari útfærslu þess sem hann hefur í huga og kanna jafnframt mögulega lausn málsins í samvinnu við umsjónarmann Egilsbúðar, þegar gengið hefur verið frá endanlegri umsjón hússins.
5.
BRAS - skýrsla 2020
Málsnúmer 2012097
Lögð fram til kynningar skýrsla Austurbrúar um framkvæmd BRAS - menningarhátíðar barna og ungmenna 2020 - yfirlit yfir mætingu á viðburði hátíðarinnar og könnun um hana sem gerð var nýlega.
6.
Sóknaráætlanir landshluta 2015 - 2019
Málsnúmer 2011194
Lögð fram til kynningar greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál þar sem gerð er grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra árin 2015-2019. Upplýsingar í greinargerðinni byggjast að mestu á árlegum greinargerðum landshlutasamtaka sveitarfélaga til stýrihópsins.
7.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar
Málsnúmer 2012055
Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar Tónlistarmiðstöðvar frá 22.desember sl., auk ársreiknings.
8.
Samningur vegna rekstur tjaldsvæðis á Breiðdalsvík
Málsnúmer 2101234
Framlögð drög að samningi við Hótel Bláfell, vegna reksturs tjaldsvæðisins í Breiðdal. Samningurinn er sambærilegur samningum um útvistun annarra tjaldsvæða Fjarðabyggðar en gert er ráð fyrir að samningurinn verði til eins árs. Bæjarráð hefur samþykkt drögin en vísar þeim til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
9.
322.mál til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun,
Málsnúmer 2011201
Frumvarp lagt fram til upplýsinga.
10.
321. mál til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð,
Málsnúmer 2011207
Frumvarp lagt fram til upplýsinga.
11.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs.
Málsnúmer 2011102
Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 11.desember sl.