Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

36. fundur
23. mars 2021 kl. 16:30 - 19:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Magnea María Jónudóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Markaðsátak vegna páska 2021
Málsnúmer 2011090
Upplýsingafulltrúa og forstöðumanni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði var á fundi í nóvember falið að setja af stað verkefni í tengslum við viðburði um páskana. Ekki hafa verið taldar forsendur fyrir sérstakri dagskrá um páskana sökum Covid-19 og tækjabilana í Oddsskarði.
2.
Skapandi sumarstörf 2021
Málsnúmer 2102121
Framlagt minnisblað um verkefnið skapandi sumarstörf sumarið 2021, framkvæmd þess og fjármögnun. Ekki liggur fyrir hvort Múlaþing muni verða þátttakandi í verkefninu líkt og síðasta sumar. Kostnaður vegna verkefnisins hefur ekki verið fjármagnaður að fullu. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur mikilvægt að af verkefninu verði og vísar beiðni um fjármögnun þess til bæjarráðs.
3.
Menningarstyrkir til leigu húsnæðis
Málsnúmer 2103078
Framlögð tillaga í minnisblaði um styrkveitingar til greiðslu húsaleigu vegna húsnæðis í eigu Fjarðabyggðar í tengslum við menningarviðburði. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála tillögu í minnisblaði um að forstöðumanni Menningarstofu Fjarðabyggðar verði falið að annast ráðstöfun á styrkjum til greiðslu húsaleigu í húsnæði Fjarðabyggðar sem er í styrkjalið í málaflokki menningarmála 05, deild 810. Forstöðumaður mun upplýsa menningar- og nýsköpunarnefnd um ráðstöfun styrkja til húsaleigu samhliða þeim greinargerðum sem hann leggur reglulega fyrir nefndina.
4.
Gjaldskrá félagsheimila 2021
Málsnúmer 2009132
Lögð fram til umræðu tillaga í minnisblaði um endurskoðun á gjaldskrá fyrir félagsheimili en breyttur rekstur í Egilsbúð kallar á endurskoðun á gjaldskrá út frá breyttu hlutverki. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að útfæra einstök atriði í gjaldskrá nánar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.
Hönnun á lóð við Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði
Málsnúmer 1910074
Lagt fram minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar er varðar deiliskipulag og hönnun safnasvæðis Íslenska Stríðsárasafnsins sem mögulegs útivistarsvæðis. Nýlega var fjarlægður skáli af safnasvæðinu sem bíður upp á möguleika á gerð bílastæðis en aðgengi að safninu hefur verið þröngt fyrir stærri bíla. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir safnasvæði Íslenska Stríðsárasafnsins.
6.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021
Málsnúmer 2103038
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 3.mars lögð fram til kynnningar. Fram kemur í fundargerð að forstöðumaður safnsins hefur sagt starfi sínu lausu.
7.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102053
Umsókn frá Sögufélagi Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna uppbyggingar á starfsemi félagsins.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
8.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102059
Umsókn frá Sinfóníuhljómsveit Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika í nóvember 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 200.000 kr. styrk.
9.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102079
Umsókn frá Ásgeiri Þórhallssyni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna ritunar skáldsögu. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
10.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102114
Umsókn frá Berglindi Ósk Agnarsdóttur f.h. Sögubrots, um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna sagnakvölds sem fyrirhugað er að halda á árinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
11.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102151
Umsókn frá Raföldu ehf. um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna hinsegin myndlistarsýningar og fræðusluerindis um páska 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
12.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102152
Umsókn frá Hildibrand um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna matar og menningarveislu sumarið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 150.000 kr. styrk.
13.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102165
Umsókn frá Sköpunarmiðstöðinni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna 10 ára afmælisveislu laugardaginn 10.júlí 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
14.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103016
Umsókn Sköpunarmiðstöðvarinnar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna sýningar á ljósmyndaverkum Alfredo Esparza Cardenas í júli 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
15.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102171
Umsókn frá Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
16.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103010
Umsókn Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleikanna Eyrnakonfekt á Eskifirði og í Breiðdal. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
17.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102180
Umsókn frá Reyni Haukssyni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna Flamenco tónleika. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita beinan styrk en felur menningarstofu að vera Reyni innan handar ef af tónleikunum verður.
18.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2102184
Umsókn Pjeturs St. Arasonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna pönktónleika í júní og júlí 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
19.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103002
Umsókn Hreins Stephensen um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna útgáfu á breiðskífu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
20.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103003
Umsókn Rúnars Péturs Hjörleifssonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur ekki orðið við beiðni um beinan styrk en felur forstöðumanni menningarstofu og upplýsingafulltrúa að ræða við umsækjanda og kanna flöt á mögulegu samstarfi eða aðstoð við verkefnið með öðrum hætti.
21.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103004
Umsókn Vina Valhallar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika og uppistands sumarið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita styrk.
22.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103005
Umsókn Vina Valhallar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna söngvakeppni fyrir 14 ára og eldri. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
23.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103006
Umsókn Hólmgríms E. Bragasonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
24.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103007
Umsókn Jóns Knúts Ásmundssonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika Coney Island Babies og Sinfóníuhljómsveitar Austurlands. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 200.000 kr. styrk.
25.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103008
Umsókn Margrétar Eggertsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna málþings í Breiðdal 14.ágúst 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
26.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103009
Umsókn Þórðar Júlíussonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna gerðar hlaðvarpsþátta með sögum úr Fjarðabyggð. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
27.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103011
Umsókn Dansskóla Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna danssmiðju fyrir börn og fullorðna. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
28.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103013
Umsókn Olgu Mariu Jablonska um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna Pólskrar kvikmyndahátíðar haustið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 150.000 kr. styrk.
29.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103014
Umsókn Gísla Magnússonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna gítartónleikaraðar í júní 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita beinan styrk en felur menningarstofu að vera Gísla innan handar ef af tónleikunum verður.
30.
Umsókn um styrki til menningarmála
Málsnúmer 2103015
Umsókn Holunnar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna uppsetningar geymslurýmis fyrir hljóðfæri og búnað. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.