Menningar- og nýsköpunarnefnd
36. fundur
23. mars 2021
kl.
16:30
-
19:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Markaðsátak vegna páska 2021
Upplýsingafulltrúa og forstöðumanni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði var á fundi í nóvember falið að setja af stað verkefni í tengslum við viðburði um páskana. Ekki hafa verið taldar forsendur fyrir sérstakri dagskrá um páskana sökum Covid-19 og tækjabilana í Oddsskarði.
2.
Skapandi sumarstörf 2021
Framlagt minnisblað um verkefnið skapandi sumarstörf sumarið 2021, framkvæmd þess og fjármögnun. Ekki liggur fyrir hvort Múlaþing muni verða þátttakandi í verkefninu líkt og síðasta sumar. Kostnaður vegna verkefnisins hefur ekki verið fjármagnaður að fullu. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur mikilvægt að af verkefninu verði og vísar beiðni um fjármögnun þess til bæjarráðs.
3.
Menningarstyrkir til leigu húsnæðis
Framlögð tillaga í minnisblaði um styrkveitingar til greiðslu húsaleigu vegna húsnæðis í eigu Fjarðabyggðar í tengslum við menningarviðburði. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála tillögu í minnisblaði um að forstöðumanni Menningarstofu Fjarðabyggðar verði falið að annast ráðstöfun á styrkjum til greiðslu húsaleigu í húsnæði Fjarðabyggðar sem er í styrkjalið í málaflokki menningarmála 05, deild 810. Forstöðumaður mun upplýsa menningar- og nýsköpunarnefnd um ráðstöfun styrkja til húsaleigu samhliða þeim greinargerðum sem hann leggur reglulega fyrir nefndina.
4.
Gjaldskrá félagsheimila 2021
Lögð fram til umræðu tillaga í minnisblaði um endurskoðun á gjaldskrá fyrir félagsheimili en breyttur rekstur í Egilsbúð kallar á endurskoðun á gjaldskrá út frá breyttu hlutverki. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að útfæra einstök atriði í gjaldskrá nánar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.
Hönnun á lóð við Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði
Lagt fram minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar er varðar deiliskipulag og hönnun safnasvæðis Íslenska Stríðsárasafnsins sem mögulegs útivistarsvæðis. Nýlega var fjarlægður skáli af safnasvæðinu sem bíður upp á möguleika á gerð bílastæðis en aðgengi að safninu hefur verið þröngt fyrir stærri bíla. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir safnasvæði Íslenska Stríðsárasafnsins.
6.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 3.mars lögð fram til kynnningar. Fram kemur í fundargerð að forstöðumaður safnsins hefur sagt starfi sínu lausu.
7.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Sögufélagi Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna uppbyggingar á starfsemi félagsins.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
8.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Sinfóníuhljómsveit Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika í nóvember 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 200.000 kr. styrk.
9.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Ásgeiri Þórhallssyni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna ritunar skáldsögu. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
10.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Berglindi Ósk Agnarsdóttur f.h. Sögubrots, um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna sagnakvölds sem fyrirhugað er að halda á árinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
11.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Raföldu ehf. um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna hinsegin myndlistarsýningar og fræðusluerindis um páska 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
12.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Hildibrand um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna matar og menningarveislu sumarið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 150.000 kr. styrk.
13.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Sköpunarmiðstöðinni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna 10 ára afmælisveislu laugardaginn 10.júlí 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
14.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Sköpunarmiðstöðvarinnar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna sýningar á ljósmyndaverkum Alfredo Esparza Cardenas í júli 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
15.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
16.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleikanna Eyrnakonfekt á Eskifirði og í Breiðdal. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
17.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn frá Reyni Haukssyni um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna Flamenco tónleika. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita beinan styrk en felur menningarstofu að vera Reyni innan handar ef af tónleikunum verður.
18.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Pjeturs St. Arasonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna pönktónleika í júní og júlí 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
19.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Hreins Stephensen um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna útgáfu á breiðskífu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.
20.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Rúnars Péturs Hjörleifssonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur ekki orðið við beiðni um beinan styrk en felur forstöðumanni menningarstofu og upplýsingafulltrúa að ræða við umsækjanda og kanna flöt á mögulegu samstarfi eða aðstoð við verkefnið með öðrum hætti.
21.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Vina Valhallar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika og uppistands sumarið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita styrk.
22.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Vina Valhallar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna söngvakeppni fyrir 14 ára og eldri. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
23.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Hólmgríms E. Bragasonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
24.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Jóns Knúts Ásmundssonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna tónleika Coney Island Babies og Sinfóníuhljómsveitar Austurlands. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 200.000 kr. styrk.
25.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Margrétar Eggertsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna málþings í Breiðdal 14.ágúst 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
26.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Þórðar Júlíussonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna gerðar hlaðvarpsþátta með sögum úr Fjarðabyggð. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk.
27.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Dansskóla Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna danssmiðju fyrir börn og fullorðna. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk.
28.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Olgu Mariu Jablonska um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna Pólskrar kvikmyndahátíðar haustið 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 150.000 kr. styrk.
29.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Gísla Magnússonar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna gítartónleikaraðar í júní 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að veita beinan styrk en felur menningarstofu að vera Gísla innan handar ef af tónleikunum verður.
30.
Umsókn um styrki til menningarmála
Umsókn Holunnar um styrk til menningarmála á árinu 2021. Sótt er um styrk vegna uppsetningar geymslurýmis fyrir hljóðfæri og búnað. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr. styrk.