Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

37. fundur
3. maí 2021 kl. 17:00 - 19:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Magnea María Jónudóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lögð fram drög að skýrslu Verkfræðistofunnar Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð sem vísað er frá bæjarráði til kynningar í þeim nefndum sveitarfélagsins er aðkomu hafa að málinu. Upplýsingafulltrúi kynnti helstu striði skýrslunnar.
2.
Bókasafn Fáskrúðsfjarðar - opnunartími
Málsnúmer 2103123
Erindi forstöðumanns bókasafnsins á Fáskrúðsfirði og skólastjóra grunnskóla er varðar opnunartíma safnsins. Í bréfinu er lagt til að opnunartími safnsins á föstudögum frá 14:00 - 17:00 verði færður yfir á fimmtudaga á sama tíma. Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur vel í erindið og felur forstöðumanni Safnastofnunar afgreiðslu málsins.
3.
Sýningarvél í Egilsbúð
Málsnúmer 2011091
Lagðar fram nánari upplýsingar um fyrirhuguð not af rými í Egilsbúð. Forstöðumanni Safnastofnunar falið að afla nánari upplýsinga um kostnað við framkvæmdir og forvörslu kvikmyndavélarinnar sem staðsett er í rýminu. Tekið fyrir á næsta fundi.
4.
Verkefni menningarstofu 2021
Málsnúmer 2009060
Framlögð greinargerð forstöðumanns menningarstofu um verkefni síðustu mánaða og þau sem framundan eru í starfsemi menningarstofu.
5.
Skapandi sumarstörf 2020
Málsnúmer 2003022
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla um skapandi sumarstörf 2020. Forstöðumaður menningarstofu fór yfir nokkur atriði úr starfseminni síðasta sumar og helstu atriði skýrslunnar.
6.
Tjaldsvæði Fjarðabyggðar sumarið 2021
Málsnúmer 2103073
Farið yfir framkvæmdir og viðhald við tjaldsvæði Fjarðabyggðar árið 2021 með vísan til fjárhagsáætlunar. Lagt fram kostnaðarmat tjaldsvæða og tillaga um framkvæmd og ráðstöfun fjármagns. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að taka saman stöðu viðhalds- og framkvæmdamála og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
7.
Áfangastaðir Ferðamálastofa 2021
Málsnúmer 2104121
Lagt fram til kynningar minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um áfangastaði í Fjarðabyggð 2021. Atvinnu- og þróunarstjóri fór yfir stöðu mála og efni minnisblaðsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði.
8.
Alcoa Foundation, umhverfisverkefni 2021
Málsnúmer 2104047
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 23. apríl 2021, um styrkumsókn til umhverfisverkefnis í sjóð Alcoa Foundation. Minnisblaðið er lagt fram til kynningar að ósk eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd líst vel á framkomna hugmynd að umsókn í sjóðinn, að því gefnu að fjármagn til verkefnisins verði tryggt.
9.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Málsnúmer 2102089
Vísað frá bæjarráði til kynningar í nefndum sveitarfélagsins viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar.
10.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021
Málsnúmer 2103038
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 29.mars og 8.apríl lagðar fram til kynningar.