Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

38. fundur
17. maí 2021 kl. 16:30 - 18:30
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfshópur um nýsköpun og atvinnuþróun
Málsnúmer 2002099
Bæjarstjóri kynnti stöðu við vinnu starfshóps um nýsköpun og atvinnuþróun í Fjarðabyggð. Farið er fram á frestun á skilum á niðurstöðum hópsins fram á haustmánuði 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd er hlynnt frestun á skilum á vinnu hópsins og að þau verði um miðjan september 2021.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Málsnúmer 2104130
Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022 auk gagna vegna áætlunar fyrir söfnin í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað bæjarritara og forstöðumanns safnastofnunar um kostnað við uppbyggingu og þróun safnanna á næstu árum. Formaður nefndarinnar mun funda á næstu dögum með fjármálastjóra en tillögum allra fastanefnda þarf að skila til fjármálastjóra í síðasta lagi 11.júní.
3.
Tjaldsvæði Fjarðabyggðar sumarið 2021
Málsnúmer 2103073
Farið yfir framkvæmdir og viðhald við tjaldsvæði Fjarðabyggðar árið 2021 með vísan til fjárhagsáætlunar. Lögð fram verkefnaáætlun atvinnu- og þróunarstjóra og fasteigna- og framkvæmdafulltrúa vegna viðhalds- og framkvæmdamála tjaldsvæðanna þar sem tilgreindur er áætlaður kostnaður í hverjum bæjarhluta. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála framlagðri verkefnaáætlun.
4.
Útgáfa á sögu Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 2006128
Umræða um stöðu söguritunar og mögulega útgáfu bókar um sögu Fáskrúðsfjarðar á árinu. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að fá söguritara á fund nefndarinnar á næstunni.
5.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar - 2020 og 2021
Málsnúmer 1911151
Forstöðumaður safnastofnunar fór yfir fyrirkomulag sumaropnunar safnanna. Lagt er upp með að hvert safn sé opið einn dag í hverri viku í sumar.
6.
Hernámsdagurinn 2021
Málsnúmer 1909078
Forstöðumaður safnastofnunar lagði fram upplýsingar um fyrirkomulag Hernámsdagsins í sumar. Íbúasamtök Reyðarfjarðar hyggjast standa fyrir dagskrá á hernámsdaginn fimmtudaginn 1.júlí og mun safnastofnun aðstoða við skipulagningu dagsins.
7.
Endurnýjun búnaðar bókasafna
Málsnúmer 2105118
Framlagt tilboð í búnað til endurnýjunar á úreltum búnaði í bókasafni Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni safnastofnunar í samráði við framkvæmdasvið að kanna mögulegar úrbætur á innréttingum í bókasöfnunum.
8.
Tónaflug 2021 samningur og fleira
Málsnúmer 2105107
Lagður fram til kynningar samningur milli Menningarstofu og SÚN um framkvæmd Tónaflugs.