Menningar- og nýsköpunarnefnd
39. fundur
14. júní 2021
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Framlagt minnisblað um tillögur til fjárhagsáætlunargerðar 2022, vegna úthlutunar rammafjárveitinga. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála áherslum í minnisblaði að mestu leyti en vísar til ítarbókunar vegna einstakra liða í minnisblaðinu.
Aðgerðaáætlun um þróun og uppbyggingu safna ásamt niðurstöðu starfshóps um uppbyggingu tjaldsvæða, er vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Aðgerðaáætlunin og niðurstaða starfshópsins verði haft sem leiðarljós við gerð framkvæmdaáætlunar 2022 - 2025.
Aðgerðaáætlun um þróun og uppbyggingu safna ásamt niðurstöðu starfshóps um uppbyggingu tjaldsvæða, er vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Aðgerðaáætlunin og niðurstaða starfshópsins verði haft sem leiðarljós við gerð framkvæmdaáætlunar 2022 - 2025.
2.
Endurnýjun búnaðar bókasafna
Lagðar fram upplýsingar um búnaðarþörf við bókasöfnin. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni safnastofnunar að ræða við framkvæmdasvið um mögulegar lausnir.