Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

4. fundur
24. september 2018 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2019
Málsnúmer 1809013
Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2019. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða málaflokks menningarmála verði um 225 milljónir. Lagt fram bréf fjármálastjóra þar sem kemur fram að launaáætlun skal skila fyrir 28. september og starfs-og fjárhagsáætlun einstakra málaflokka skal skila eigi síðar en 15. október. Gert er gert ráð fyrir fundi formanns nefndar og sviðsstjóra með bæjarráði 1. og 5.október. Lögð fram fyrstu drög að útfærslu fjárhagsramma menningarmála og starfsáætlun fyrir árið 2019.
2.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018
Málsnúmer 1808065
Bæjarráð vísaði beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar um fjárframlag á næstu árum til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Erindi verður svarað þegar vinnu við fjárhagsáætlun 2019 lýkur. Tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar þegar fjárhagsrammi ársins skýrist betur.
3.
Umsókn um styrk til fornleifarannsókna í Stöð á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1808092
Bréf Björgvins Vals Guðmundssonar, f.h. Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfiði, er varðar beiðni um allt að 10 milljóna kr. styrk til að hægt sé að vinna áfram að og hraða fornleifarannsóknum í Stöð. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar frá bæjarráði. Jafnframt er atvinnu- og þróunarstjóra falið að kanna með mögulega styrki í tengslum við verkefnið. Tekið aftur fyrir á næsta fundi þegar fjárhagsrammi ársins skýrist betur.
4.
Landsbyggðin og leikhús
Málsnúmer 1809043
Erindi Jóels Sæmundssonar er varðar beiðni um styrk vegna leiksýninga á landsbyggðinni. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir erindið og felur forstöðumanni stjórnsýslu að svara bréfritara og vísa honum á umsóknir um menningarstyrki fyrir árið 2019
5.
Pönkhátíð - umsókn um styrk til Menningar-og nýsköpunarnefndar
Málsnúmer 1809077
Beiðni um styrk til að halda pönkhátíð í Neskaupstað í nóvember 2018. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 150.000 kr.
6.
Afhending plöntusafns Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað til varðveislu á Náttúrufræðistofnun Íslands
Málsnúmer 1808057
Náttúrustofa Austurlands óskar eftir heimild til að afhenda Náttúrfræðistofnun Íslands plöntusafn Hjörleifs Guttormssonar. Búið er ræða við Hjörleif Guttormsson og er hann samþykkur því að safnið verði afhent Náttúrufræðistofnun Íslands. Safnanefnd leggur því til við menningar- og nýsköpunarnefnd að plöntusafnið verð afhent Náttúrufræðistofnun Íslands. Menningar- og nýsköpunarefnd samþykkir að afhenda safnið.
7.
Reglur um styrki til menningarstarfsemi
Málsnúmer 1805151
Vinnureglur um úthlutun menningarstyrkja lagðar fram til yfirferðar og samþykktar í tengslum við sameiningu. Vísað til bæjarráðs.
8.
Áherslur í markaðsmálum 2019
Málsnúmer 1809028
Minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um áherslur í markað- og kynningamálum á árinu 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir kynninguna og hefur hana til hliðsjónar við fjárhags- og starfsáætlunar vinnu framundan.
9.
Safnanefnd - 1
Málsnúmer 1809002F
Fundargerð safnanefndar nr. 1 frá 11.september 2018, lögð fram til samþykktar.