Menningar- og nýsköpunarnefnd
40. fundur
6. september 2021
kl.
16:30
-
19:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Bæjarstjóri kynnti málefni græns orkugarðs.
2.
Útgáfa á sögu Fáskrúðsfjarðar
Smári Geirsson ritari sögu Fáskrúðsfjarðar sat þennan lið fundarins. Umræða um stöðu söguritunar og fyrirhugaða útgáfu bókar um sögu Fáskrúðsfjarðar á næsta ári. Málið verður tekið fyrir á fundi í janúar en þá munu liggja fyrir nánari upplýsingar um útgáfu bókarinnar.
3.
Staðsetning tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Bréf Íbúasamtaka Stöðvarfjarðar er varðar hugmyndir um framtíðarstaðsetningu tjaldsvæðisins á Stöðvarfirði. Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar framkomið bréf og fagnar því framtaki sem Íbúasamtök Stöðvarfjarðar hafa sýnt í málinu. Nefndin felur jafnframt atvinnu- og þróunarstjóra að vinna málið áfram í samráði við íbúasamtökin.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarmála á árinu 2022. Áframhald umræðu frá því í sumar. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur stjórnsýslu- og þjónustusviði áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
5.
Málþing um súðbyrðinginn
Fyrirhugað er að halda málþing um Trébáta og Íslenska strandmenningu í nóvember. Um er að ræða málþing sem frestað var fyrr á árinu vegna Covid-19.
6.
Menningarstyrkir 2021
Beiðni um frestanir á greiðslu menningarstyrkja á árinu 2021 vegna Covid-19. Um er að ræða tónleika Coney Island Babies og SinfóAust, Erlu Dóru Vogler og málþing í Breiðdal. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að umræddir þrír menningarstyrkir færist yfir á fjárhagsárið 2022. Beiðni um yfirfærslu fjármagns vísað til fjármálastjóra.
7.
Skapandi sumarstörf 2021
Skýrsla Viktoríu Blöndal verkefnastjóra um fyrirkomulag Skapandi sumarstarfa 2021 lögð fram og kynnt.
8.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2022
Beiðni áhugafólks um fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði um sambærilegan styrk og undanfarin ár. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.