Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

41. fundur
4. október 2021 kl. 16:30 - 17:56
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Magnea María Jónudóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Umsókn vegna uppsetningar á varanlegum skúlptúr á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2103212
Beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar um uppsetningu á skilti. Upplýsingafulltrúi fór yfir tilurð málsins og gerði grein fyrir áæætluðum kostnaði. Menningar- og nýsköpunarnefnd líst vel á framkomið erindi og felur upplýsingafulltrúa að útfæra skiltið í samráði við Sköpunarmiðstöðina auk áframhaldandi samskipta við fulltrúa hennar.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Málsnúmer 2104130
Lokafrágangur á tillögum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 í málaflokki menningarmála. Formaður fundaði með bæjarráði fyrr í dag en skil á starfs- og fjárhagsáætlunum til fjármálasviðs er 14.október. Lagt fram minnisblað bæjarritara um fjárhagsramma málaflokksins. Fjárhagsrammi menningarmála 2022 er útgefinn 276,6 m.kr. sem er liðlega 27 m.kr. hækkun frá fjárhagsáætlun ársins 2021. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagðar áherslur og tillögur sem fram koma í minnisblaði.
3.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Málsnúmer 2106148
Vísað til umsagnar frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 25. ágúst 2021, vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Í minnisblaði er farið yfir innleiðingu stefnunnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að innleiðing verði kynnt í öllum fastanefndum þar sem tilnefndir verða aðilar til að mynda starfshóp um innleiðingu í samræmi við minnisblað. Menningar- og nýsköpunarnefnd mun tilnefna fulltrúa til þátttöku í vinnu til rýni á innleiðingarferlum starfsstöðvar á næsta fundi nefndarinnar.
4.
Gjaldskrá félagsheimila 2022
Málsnúmer 2109091
Lögð fram minnisblöð vegna breytinga á gjaldskrám fyrir félagsheimilin Egilsbúð og Valhöll. Gjaldskrá félagsheimila 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá fyrir félagsheimilin Egilsbúð, Skrúð og Valhöll. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar og taki gildi strax eftir samþykkt í bæjarráði.
5.
Gjaldskrá safna 2022 til 2023
Málsnúmer 2109094
Gjaldskrá minjasafna fyrir árið 2023 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Tillaga er um að allir liðir í gjaldskrá hækki um 100 kr. 1.1.2023. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir hækkun á gjaldskrá safna sem taki gildi 1.1. 2023.
6.
Gjaldskrá bókasafna 2022
Málsnúmer 2109097
Gjaldskrá bókasafna 2022 lögð fram til umræðu. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir gjaldskrá bókasafna hækki ekki á milli ára.
7.
Menningarverðlaun SSA 2021
Málsnúmer 2109250
Óskað er eftir tilnefningum til menningarverðlauna SSA 2021. Frestur til að skila inn tillögum er til 28.október. Forstöðumanni menningarstofu falið að senda inn tilnefningu f.h. nefndarinnar.