Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

42. fundur
25. október 2021 kl. 16:30 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Magnea María Jónudóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Kaup á munum fyrir Íslenska stríðsárasafnið
Málsnúmer 2110109
Lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað upplýsingafulltrúa um kaup á munum fyrir Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar með ósk um afstöðu nefndarinnar. Erindið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði í byrjun nóvember. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur mikilvægt að gengið verði frá kaupum á safnmunum og farið verði í frekari uppbyggingu á Íslenska Stríðsárasafninu í beinu framhaldi. Nefndin tekur undir áhersluatriði sem koma fram í framlögðu minnisblaði til bæjarráðs um að skipaður verði starfshópur til að móta framtíðarsýn fyrir safnið. Vísað til bæjarráðs.
2.
Styrveitingar menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar
Málsnúmer 2110098
Umræða um fyrirkomulag styrkveitinga menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar til menningartengdra mála og viðburða. Nefndin óskar eftir minnisblaði frá fjármálastjóra um sundurliðun yfir veitta árlega styrki til menningarmála á síðustu átta árum úr hafnarsjóði. Þegar minnisblað liggur fyrir mun menningar- og nýsköpunarnefnd óska eftir sameiginlegum fundi nefndarinnar með hafnarstjórn.
3.
Umsóknir í Uppbyggingarsjóð 2021
Málsnúmer 2110096
Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð var til 18. október. Gerð var grein fyrir tveimur umsóknum frá menningarstofu. Um er ræða umsókn vegna Upptakts á Austurlandi 2022 og Fjölbreyttar listasmiðjur og listsýningar í Fjarðabyggð 2022.
4.
Aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands 2021
Málsnúmer 2109235
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands og ársreikningur 2020.
5.
Menningarstyrkir 2021
Málsnúmer 2101186
Beiðni um tvær frestanir á greiðslu menningarstyrkja á árinu 2021 vegna Covid-19. Um er að ræða ljósmyndasýningu í Sköpunarmiðstöðinni kr. 50.000 og Listasýningu í tengslum við Queernes í Neskaupstað kr. 100.000. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að umræddir tveir menningarstyrkir færist yfir á fjárhagsárið 2022. Beiðni um yfirfærslu fjármagns vísað til fjármálastjóra.