Menningar- og nýsköpunarnefnd
43. fundur
13. desember 2021
kl.
16:30
-
18:05
í fjarfundi
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Bjarki Ingason
varamaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Jóhann Ágúst Jóhannsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Styrkveitingar menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar
Lögð fram samantekt um styrki hafnarstjórnar til menningartengdra verkefna á síðustu tíu árum. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir sameiginlegum fundi með hafnarstjórn eða fulltrúum hennar, í upphafi nýs árs.
2.
Samantekt yfir verkefni Menningarstofu Fjarðabyggðar/Tónlistarmiðstöðvar 2021
Forstöðumaður gerði grein fyrir framkvæmd BRAS. Lögð fram skýrsla til Austurbrúar og yfirlit yfir verkefni og útlagðan kostnað Menningarstofu og Tónlistarmiðstöðvar á árinu 2021 vegna BRAS.
3.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022
Lagðar fram upplýsingar um umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða. Atvinnu- og þróunarstjóri gerði grein fyrir umsóknum en sótt var um fjögur verkefni fyrir árið 2022 til sjóðsins. Þrjú þeirra eru eingöngu miðuð við uppmælingar og hönnun en eitt til viðhalds, breytinga og framkvæmda. Um er að ræða Bleiksárfoss Eskifirði, Búðarárfoss Reyðarfirði, Streytishvarf Breiðdal og Franski grafreiturinn Fáskrúðsfirði.
4.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2022
Styrkur til fornleifarannsókna á árinu 2022 verður sambærilegur og á liðnum árum - kr. 1.000.000.
5.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Tilnefning fulltrúa í starfshóp um innleiðingu stefnu. Forstöðumaður stjórnsýslu og varaformaður menningar- og nýsköpunarnefndar munu sitja í hópnum f.h. nefndarinnar.
6.
Menningarstyrkir 2021
Beiðni um að styrkir til Sinfóníuhljómsveitar Austurlands og Berglindar Agnarsdóttur verði færðir yfir á næsta fjárhagsár. Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að umræddir tveir menningarstyrkir færist yfir á fjárhagsárið 2022. Beiðni um yfirfærslu fjármagns vísað til fjármálastjóra.
7.
Erindisbréf starfshóps um framtíðarsýn Stríðsárasafns
Framlögð drög erindisbréfs fyrir starfshóp sem móti framtíðarsýn fyrir Stríðsárasafnið á Reyðarfirði í tengslum við kaup Fjarðabyggðar á munum Hinriks Steinssonar. Bæjarráð hefur skipað sem fulltrúa í starfshópinn Ragnar Sigurðsson og Magna Þór Harðarson formann menningar- og nýsköpunarnefndar, sem jafnframt verður formaður hópsins. Jafnframt skipa starfshópinn forstöðumaður safnastofnunar, sem verður starfsmaður hópsins, atvinnu- og þróunarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
8.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021
Lagður fram til kynningar stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga en breytingar á samningnum voru samþykktar á aðalfundi safnsins 10.desember sl.