Menningar- og nýsköpunarnefnd
45. fundur
25. apríl 2022
kl.
16:30
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Birta Sæmundsdóttir
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Bjarki Ingason
varamaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Magnea María Jónudóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Auglýsingar Fjarðabyggðar - Sumar 2022
Upplýsingafulltrúi sat þennan lið fundarins og fór yfir verkefni sumarsins 2022. Minnisblað lagt fram til kynningar.
2.
Verkefni menningarstofu 2022
Forstöðumaður Menningarstofu sat þennan lið fundarins og kynnti helstu verkefni sumarsins. Minnisblað lagt fram til kynningar.
3.
Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2022
Lagt fram til kynningar minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar um starfsemina sumarið 2022.
4.
Verkefni atvinnu- og þróunarstjóra 2022
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti helstu verkefni á árinu 2022. Minnisblað lagt fram til kynningar.
5.
Viðgerð og endurbætur á Valhöll
Erindi frá Kvikmyndasýningarfélagi Austurlands og Vinum Valhallar á Eskifirði, varðandi viðhald á Valhöll Eskifirði í tengslum við fjáröflun vegna kaupa á sýningarkerfi. Bæjarráð vísaði erindi til framkvæmdasviðs til úrvinnslu en á áætlun ársins er gert ráð fyrir viðhaldi á húsnæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði verður farið í að lagfæra þak hússins á árinu.
6.
Útgáfa á sögu Fáskrúðsfjarðar
Lagt fram til kynningar minnisblað vegna samnings við Bókaútgáfuna Hóla vegna ritunar á sögu Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð hefur samþykkt að saga Fáskrúðsfjarðar verði gefin út á árinu 2022 og bæjarstjóri hefur undirritað samning um útgáfu hennar.
7.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Lögð fram kynning á svæðisskipulagi Austurlands. Skipulagið var í umsagnarferli fram til 21. apríl.