Menningar- og nýsköpunarnefnd
5. fundur
8. október 2018
kl.
16:30
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Umsókn um styrk til fornleifarannsókna í Stöð á Stöðvarfirði
Bréf Björgvins Vals Guðmundssonar, f.h. Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði, er varðar beiðni um allt að tíu milljóna kr. styrk til að hægt sé að vinna áfram að og hraða fornleifarannsóknum í Stöð. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar frá bæjarráði. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur ekki tök á að hækka styrkfjárhæð milli ára, en mun áfram styrkja verkefnið um 1 milljón á næsta ári. Jafnframt er atvinnu- og þróunarstjóra og forstöðumanni menningarstofu, falið að kanna með mögulega styrki og aðstoð í tengslum við verkefnið og aðstoða félag áhugafólks um fornleifarannsóknir við gerð styrkumsókna.
2.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018
Bæjarráð vísaði beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar um fjárframlag á næstu árum til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Beint fjárframlag Fjarðabyggðar til Sköpunarmiðstöðvarinnar er í dag tvær milljónir kr., auk styrks í formi fasteignagjalda sem eru ríflega tvær milljónir kr. á árinu 2018. Framlag Fjarðabyggðar er því ríflega fjórar milljónir kr. á ári til Sköpunarmiðstöðvarinnar. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent inn umsókn vegna úthlutunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaátlunar fyrir árin 2018 - 2024. Lögð fram viljayfirlýsing Fjarðabyggðar vegna mótframlags í tengslum við umsóknina.
3.
Fjárhagsáætlun og rekstrarframlög 2019 - Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Framlögð yfirlit yfir fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga og rekstrarframlög til safnsins á árinu 2019. Farið yfir málefni safnsins með forstöðumanni. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni safnastofnunar að kalla eftir nánari upplýsingum frá Héraðsskjalsafni um verkefnastöðu safnsins og hlutverk nýs starfsmanns í tengslum við beiðni um aukið framlag til safnsins á árinu 2019.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2019
Framhaldið vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða málaflokks menningarmála verði um 234 milljónir. Lögð hafa verið fram drög að starfsáætlun ársins 2019 og drög að sundurliðun á fjárhagsramma málaflokksins. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir drög að starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin vill þó hafa þann fyrirvara á samþykkt sinni að ekki hefur verið tekin afstaða til beiðni Héraðsskjalasafns Austfirðinga um aukið framlag til safnsins á næsta ári sbr. 3.lið fundargerðar.
5.
Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Vísað frá bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd, tillögu að útfærslu nemenda- og starfsskipta vinabæjarins Gravelines við Fjarðabyggð. Bæjarráð staðfesti tillögurnar.
6.
Græn atvinnustarfsemi
Umræða um græna atvinnustarfsemi og valkosti sem geta fallið að nýsköpun í samfélaginu og atvinnulífinu í Fjarðabyggð. Formaður gerði grein fyrir hugmyndum. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að atvinnu- og þróunarfulltrúi taki saman minnisblað sem tekið verði fyrir á næsta fundi.