Menningar- og nýsköpunarnefnd
6. fundur
22. október 2018
kl.
17:00
-
18:33
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2019
Bæjarráð vísaði starfsáætlun atvinnumála til menningar- og nýsköpunarnefndar til upplýsinga. Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun og áherslur í rekstri málaflokks atvinnumála, fyrir árið 2019.
2.
Gjaldskrá bókasafna 2019
Vísað frá Safnanefnd. Tillaga að gjaldskrá fyrir bóksöfnin vegna 2019.
Safnanefnd leggur til tvær breytingar á gjaldskrá. Nr. 1 - Í liðnum árgjald verði skilgreining á börnum og unglingum hækkuð úr 16 árum í 18 ár. Nr. 2 - Árskort gildi á öllum bókasöfnunum sex: Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Stöðvarfirði - Breiðdal. Tillögu vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur safnanefndar og jafnframt að nokkrir liðir í gjaldskrá fyrir bókasöfnin vegna 2019 verði hækkaðir um 100 kr. þar sem gjaldskrá bókasafna hefur ekki hækkað frá árinu 2015. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði.
Safnanefnd leggur til tvær breytingar á gjaldskrá. Nr. 1 - Í liðnum árgjald verði skilgreining á börnum og unglingum hækkuð úr 16 árum í 18 ár. Nr. 2 - Árskort gildi á öllum bókasöfnunum sex: Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Stöðvarfirði - Breiðdal. Tillögu vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur safnanefndar og jafnframt að nokkrir liðir í gjaldskrá fyrir bókasöfnin vegna 2019 verði hækkaðir um 100 kr. þar sem gjaldskrá bókasafna hefur ekki hækkað frá árinu 2015. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði.
3.
Gjaldskrá safna 2019 og 2020
Framlögð tillaga forstöðumanns safnastofnunar að gjaldskrá fyrir minjasöfn 2020. Safnanefnd samþykkti að leggja til við menningar- og nýsköpunarnefnd að gjaldskrá safna á árinu 2020 verði óbreytt frá árinu 2019. Menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkir tillögu safnanefndar og vísar staðfestingu gjaldskrár til bæjarráðs.
4.
Samþykkt fyrir tónlistarmiðstöð Austurlands - 2018
Samþykkt fyrir Tónlistarmiðstöð Austurlands, er samþykkt var í lok september, lögð fram til kynningar. Sameiginlegur fundur stjórnar Tónlistarmiðstöðvar og menningar- og nýsköpunarnefndar verður haldinn fyrir lok ársins.
5.
Reglur um menningarstyrki 2018
Endurbættar reglur um menningarstyrki lagðar fram til samþykktar. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir breytingar á reglum um menningarstyrki og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs.
6.
Söngleikur - umsókn um styrk til Menningar-og nýsköpunarnefndar
Lagt fram til kynningar beiðni Djúpsins um styrk vegna uppsetningar á söngleiknum Mamma Mía. Vísað til styrkúthlutana í byrjun árs 2019.
7.
Leiksýninginn Rauðhetta
Beiðni Leikhópsins Lottu um fyrirgreiðslu og styrk vegna uppsetningar á leikriti í mars 2019. Vísað til styrkúthlutana í byrjun árs 2019.
Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar jafnframt eftir að kannað verði hvort leikhópurinn gæti komið inn í skólana og kynnt starfsemi sína fyrir nemendum.
Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar jafnframt eftir að kannað verði hvort leikhópurinn gæti komið inn í skólana og kynnt starfsemi sína fyrir nemendum.
8.
Menningardagur í Breiðdal - Umsókn um styrk
Áhugahópur um menningu í Breiðdal óskar eftir styrk vegna menningardags 27.október nk. Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur vel í umsóknina og telur mikilvægt að styrkja menningarviðburði í öllum bæjarkjörnum. Nefndin hefur þó ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2018 til að veita styrk og vísar því erindi til bæjarráðs og leggur til að Menningardagur í Breiðdal verði styrktur um 200.000.
9.
Þjóðleikur 2018 - samstarf við MMF
Samningur vegna Þjóðleiks 2019 lagður fram til upplýsinga.
10.
Safnanefnd - 2
Fundargerð safnanefndar nr. 2 frá 2.október 2018, samþykkt með fimm atkvæðum.
11.
Safnanefnd - 3
Fundargerð safnanefndar nr. 3 frá 16.október 2018, samþykkt með fimm atkvæðum.