Menningar- og nýsköpunarnefnd
7. fundur
12. nóvember 2018
kl.
17:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Kristín Arna Sigurðardóttir
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Menningarstefna Fjarðabyggðar
Fyrsta umræða um endurskoðun menningarstefnu Fjarðabyggðar. Lagt fram minnisblað forstöðumanns menningarstofu. Forstöðumaður menningarstofu fór yfir þær áherslur sem hún telur mikilvægar og hvernig best væri að byggja ofan á þá vinnu, sem unnin var þegar stefnan var mótuð í upphafi. Rætt um að stefnan verði einfölduð og gerð aðgengilegri. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur forstöðumanni menningarstofu að leggja fyrir nefndina í byrjun desember, tillögur um endurskoðun menningarstefnu.
2.
Græn atvinnustarfsemi
Umræða um græna atvinnustarfsemi og valkosti sem geta fallið að nýsköpun í samfélaginu og atvinnulífinu í Fjarðabyggð. Minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra lagt fram. Nefndin telur, á grundvelli minnisblaðs, að fyrsta skref í átt að því að laða að græna atvinnustarfsemi til sveitarfélagsins, þurfi sveitarfélagið að móta sér umhverfisstefnu. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir minnisblaði frá umhverfisstjóra um stöðu vinnu við umhverfisstefnu.
3.
Minningarskjöldur um Richard Long (1783-1837)
Framlagt erindi Þórs Jakobssonar er varðar uppsetningu á skildi til minningar um Richard Long. Bæjarráð tók vel í erindið og vísaði því til menningar- og nýsköpunarnefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir áliti skipulags- og byggingarfulltrúa á hugmyndum um staðsetningu. Tekið fyrir á næsta fundi.
4.
Tónlistarmiðstöð Austurlands - 2018
Skipan tveggja fulltrúa á aðalfund Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Menningar- og nýsköpunarnefnd felur Körnu og Gunnlaugi Sverrissyni að sækja aðalfund.
5.
Ferðasumarið 2018 - Skýrsla
Skýrsla um ferðasumarið 2018 lögð fram til kynningar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu vinnu við mótun stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar.
6.
Safnanefnd - 4
Fundargerð safnanefndar, nr. 4 frá 6.nóvember 2018, samþykkt með fimm atkvæðum.