Menningar- og nýsköpunarnefnd
8. fundur
3. desember 2018
kl.
17:00
-
18:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Stefna í ferðamálum 2018 - 2025
Upplýsingafulltrúi sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir stefnumótunarþingi sem haldið verður 12. desember nk. kl. 10:00 - 15:00 í Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði. Þingið mótar upphaf vinnu við ferðamálastefnu Fjarðabyggðar sem fyrirhugað er að verði tilbúin á vormánuðum 2019. Þingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málaflokknum.
2.
Græn atvinnustarfsemi
Umhverfisstjóri sat þennan lið fundarins. Umræða um græna atvinnustarfsemi og valkosti sem geta fallið að nýsköpun í samfélaginu og atvinnulífinu í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að eigna- skipulags- og umhverfisnefnd taki til skoðunar gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
3.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Nefndin fól forstöðumanni menningarstofu að leggja fyrir nefndina í byrjun desember, tillögur um endurskoðun menningarstefnu. Frestað til næsta fundar.
4.
740 Afnotasamingur fyrir Egilsbraut 2
Hafnarstjórn hefur lagt til að afnotasamningur verði gerður við Safnastofnun Fjarðabyggðar um afnot af Egilsbraut 2, Neskaupstað. Lögð fram drög til kynningar. Menningar- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemd við framkomin drög.
5.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Fundargerð aðalfundar Tónlistarmiðstöðvar Austurlands lögð fram til kynningar.
6.
Minningarskjöldur um Richard Long (1783-1837)
Framlagt erindi Þórs Jakobssonar er varðar uppsetningu á skildi á steini til minningar um Richard Long. Bæjarráð tók vel í erindið og vísaði því til menningar- og nýsköpunarnefndar. Lagt fram álit skipulags- og byggingarfulltrúa á hugmyndum um staðsetningu en fyrir liggur að svæðið er deiliskipulagt fyrir bílastæði sem tengd eru þeirri safnastarfsemi sem skilgreind er neðan Strandgötu. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að skildi verði komið fyrir á steininum tímabundið. Forstöðumanni falið að koma niðurstöðu málsins á framfæri við bréfritara.
7.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2018
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 29.október og 12.nóvember 2018, lagðar fram til kynningar.
8.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 19. nóvember
Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafnins verður haldinn fyrir 15.desember. Jón Björn Hákonarson mun sækja fundinn.
9.
Efling Egilsstaðaflugvallar og framtíð flugvallarverkefnisins
Lagt fram til kynningar bréf Austurbrúar frá 14.nóvember er varðar framtíð flugvallarverkefnisins og fjármögnun þess. Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Fljótsdalshéraðs vegna málsins.
10.
Safnanefnd - 5
Fundargerð 5.fundar safnanefndar lögð fram og samþykkt.