Fara í efni

Menningar- og nýsköpunarnefnd

9. fundur
14. janúar 2019 kl. 17:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson formaður
Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Anna Þórhildur Kristmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Kristín Arna Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805211
Forstöðumaður menningarstofu fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjarðabyggðar. Endurskoðun menningarstefnu verður næst tekið fyrir á fundi í febrúar og mun forstöðumaður menningarstofu senda nefndinni drög fyrir þann fund.
2.
Markaðsetning á Instagram - Samningur við Onwegogo
Málsnúmer 1901079
Lagt fram tilboð frá samfélagsmiðlunar fyrirtækinu Onwegogo um umsjón með Instagram reikningi Fjarðabyggðar til tólf mánaða, auk minnisblaðs frá upplýsinga- og kynningarfulltrúa um verkefnið. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagt tilboð og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Onwegogo.
3.
Stefnumótun í ferðaþjónustu
Málsnúmer 1811077
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa um fagfund með ferðaþjónustuaðilum sem haldinn var á Eskifirði 12. desember 2018.
4.
Þjóðleikhúsið í leikferð um landið
Málsnúmer 1812025
Lagt fram bréf Þjóðleikhússtjóra frá 8.nóvember 2018, er varðar sýningar á barnaleikritinu "Ég get" á landsbyggðinni. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnar framtakinu og felur forstöðumanni Menningarstofu að vera í sambandi við fulltrúa Þjóðleikhússins.
5.
Ferðaleikhús fyrir leikskólabörn
Málsnúmer 1812185
Tölvupóstur Júlíönu Kristínar Jónsdóttur er varðar sýningu á leikritum fyrir leikskólabörn í sumar. Menningar- og nýsköpunarnefnd lýst vel á framtakið og hvetur Júlíönu til að sækja um menningarstyrk.
6.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2018
Málsnúmer 1805082
Lagt fram til kynningar, fundargerð framhaldsaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga auk fundargerðar stjórnar, frá 14.desember 2018.
7.
Hús frístunda
Málsnúmer 1901070
Lagt fram til kynningar minnisblað um útfærslu frístundastarfs í Egilsbúð í Neskaupstað.
8.
Safnanefnd - 6
Málsnúmer 1812006F
Fundargerð safnanefndar nr. 6 frá 18.desember 2018, samþykkt með 5 atkvæðum.