Fara í efni

Öldungaráð

1. fundur
9. apríl 2019 kl. 13:00 - 14:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir Verkefnastjóri Búsetuþjónustu
Dagskrá
1.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Öldungaráð er sammála um að kjósa Einar Már Sigurðarson sem formann og Pálína Margeirsdóttir sem varaformann.
2.
Erindisbréf öldungaráðs
Málsnúmer 1805131
Framlagt er erindisbréf öldungaráðs til kynningar.

Erindisbréfið lesið yfir og ein athugasemd kom fram, það vantaði fundargerð fyrir 2018, eldriborgarfélögin í Fjarðabyggð hafa ekki fengið þær sendar.
3.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Öldungaráð fór í hugmyndavinnu vegna endurskoðunnar á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Þóroddur Helgasson kynnti stöðu á vinnu við endurskoðun stefnunnar. Þóroddur sagði frá þeirri vinnu sem lagt var í til þess að finna út hvert draumasamfélag og draumafrístundir og draumaskóli íbúa Fjarðabyggðar eru. Hann lagði til að fundurinn myndi gefa sér smá tíma til hugmyndavinnu sem færi inn í stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum.
Lagt er til að leggja í þá vinnu að biðja félög eldri borgara um að skila af sér hugmyndavinnu til starfsmanns. Starfsmaður sendir kynningarpóst á félög eldri borgara og félögin skili af sér sem fyrst eftir páska, eigi seinna en 1.maí.

Bjarki Oddsson kynnir Janusverkefnið -

Janus Guðlaugsson kom fyrst með kynningarfund í september 2017 í Menningarmiðstöðinni. Janus kom fyrir bæjarráð í gær, þar sem hann kynnti fyrir bæjarráði stöðunna á verkefninu í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði.

Verkefnið byggist á doktorsritgerð hans, þar sem markviss hreyfing undir handleiðslu þjálfara er til tveggja ára. Ýmiskonar fræðsla um matarræði og önnur fræðsla er notuð til þess að ýta undir jákvætt hugarfar, aukna hreyfingu og minnka einangrun eldri borgara.
Öldungaráð tekur mjög vel í hugmyndir um að Janusarverkefnið fari af stað í Fjarðabyggð.
4.
Öldungaráð 2018 - ný og breytt ákvæði
Málsnúmer 1806076
Lagt er fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem tóku gildi þann 1.október 2018. Lesið og farið yfir.