Öldungaráð
3. fundur
4. febrúar 2020
kl.
10:00
-
12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir
embættismaður
Jórunn Bjarnadóttir
embættismaður
Sigurður Stefán Baldvinsson
embættismaður
Ingigerður Jónsdóttir
embættismaður
Maren Sigurlaug Ármannsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Verkefni Búsetuþjónustu
Dagskrá
1.
Öldungaráð 2018 - ný og breytt ákvæði
Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. júní 2018 um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem tóku gildi 1. október 2018. Kynnt fyrir Öldungaráði.
2.
Framtíðarþing um farsæla öldrun - Beiðni um styrk
Beiðni frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði um styrk til að halda málþing um farsæla öldrun í samvinnu við Landssamband eldri borgara og Öldrunarráð var tekin fyrir á 124. fundi félagsmálanefndar 20. ágúst 2019. Samþykktur var 100.000 kr. styrkur og eldri borgarar í Fjarðabyggð hvattir til þátttöku. Vísað til kynningar í Öldungaráði Fjarðabyggðar. Kynnt í Öldungaráði.
3.
Starfsáætlun öldungaráðs 2020
Rætt um hvað Öldrunarráð er, hverjir eru aðilar og hvort Fjarðabyggð ætti að vera aðili að Öldrunarráði. Einar Már og Dýrunn ætla að taka að sér að skoða þetta fyrir hönd Öldungaráðs. Starfsáætlun Öldungaráðs rædd og bent á mikilvægi þess að tryggja tengsl milli félaga eldri borgara í Fjarðabyggð.