Fara í efni

Öldungaráð

4. fundur
15. desember 2021 kl. 14:00 - 15:00
Melgerði 13 - Salur eldri borgara Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Guðrún Pétursdóttir aðalmaður
Jórunn Bjarnadóttir aðalmaður
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir aðalmaður
Egill Þórólfsson varamaður
Starfsmenn
Guðrún Lilja Magnúsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir forstöðumaður stoðþjónustu
Dagskrá
1.
Viðhaldsmál fasteigna í útleigu hjá félögum eldriborgara
Málsnúmer 2112083
Staða á húsnæði félaga eldriborgara rædd. Jón Grétar Margeirsson, framkvæmdasviði mætti sem gestur og kynnti stöðuna á hverjum stað.
2.
Hafnargjöld fyrir eldri borgara
Málsnúmer 2006145
Erindi Gunnars Geirs Kristjánssonar er varðar hafnargjöld eldri borgara í Fjarðabyggð rædd. Ráðið felur starfsmanni að senda bréfritara bréf til að þakka fyrir erindið. Málinu vísað til hafnarstjórnar.
3.
Erindisbréf öldungaráðs
Málsnúmer 1805131
Rætt um fyrirkomulag funda árið 2022.

Sett niður skipulag funda fram á vorið. Næstu fundir verða á eftirfarandi dagsetningum.
24.janúar
28.febrúar
21. mars
25. apríl

Formaður ráðsins er Einar Már Sigurðsson (L-listi), aðrir nefndarmenn eru: Pálína Margeirsdóttir (B-listi) og Dýrunn Pála Skaftadóttir (D-listi).
Varamenn þeirra eru Sigurður Ólafsson (L-listi), Elsa Guðjónsdóttir (B-listi) og Rúnar Már Gunnarsson (M-listi).
Jórunn Bjarnadóttir, Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir og Egill Þórólfsson verða aðalmenn félaga eldri borgara í ráðinu.
Þórarinn Viðfjörð Guðnason, Unnur Björgvinsdóttir og Þórormur Óskarsson verða varamenn félaga eldri borgara í ráðinu.
Guðrúnar Pétursdóttur er fulltrúi HSA, en varamaður hennar verður Bryndís Guðmundsdóttir.
4.
Umsóknarstyrkur að efla félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19
Málsnúmer 2104009
Jórunn Bjarnadóttir lagði fyrir bréf frá Landsambandi Eldri borgara.
Rætt var um hvort sveitarfélagið hafi sótt um Covid styrk vegna félagsstarfs eldriborgarara sem auglýstur var. Starfsmaður ráðsins var beðinn um að taka saman skýrslu um hvort hafi verið sótt um styrkinn, upphæð hans og hvað var gert við hann.