Fara í efni

Öldungaráð

5. fundur
24. janúar 2022 kl. 14:00 - 15:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Jórunn Bjarnadóttir aðalmaður
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir aðalmaður
Guðrún Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Guðrún Lilja Magnúsdóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Laufey Þórðardóttir
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar
Dagskrá
1.
Umsóknarstyrkur að efla félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19
Málsnúmer 2104009
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður fjölskyldusviðs, kynnir skýrslu um ráðstöfun styrks úr ríkissjóði til að efla félagsstarf fullorðinna vegna covid-19.
2.
Viðhaldsmál fasteigna í útleigu hjá félögum eldriborgara
Málsnúmer 2112083
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, ræðir hugmyndir um notkun á félagsheimilum byggðakjarnanna. Segir að vilji sé til að auka nýtingu á húsnæðunum, þó þannig að þau geti áfram nýst sem samkomuhús. Til standi að ræða frekar við notendur um hugmyndirnar seinnipart vetrar og í vor um framhaldið.