Öldungaráð
6. fundur
7. apríl 2022
kl.
14:30
-
15:40
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
aðalmaður
Jórunn Bjarnadóttir
aðalmaður
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir
aðalmaður
Þórarinn Viðfjörð Guðnason
aðalmaður
Starfsmenn
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
forstöðumaður stoðþjónustu
Dagskrá
1.
Hafnargjöld fyrir eldri borgara
Kynnt afgreiðsla hafnarstjórnar á erindi um niðurfellingu hafnargjalda fyrir eldri borgara. Hafnarstjórn telur ekki að hennar verksviði að hlutast til um málið.
Öldungaráð felur forstöðumanni stoðþjónustu að svara erindi.
Öldungaráð felur forstöðumanni stoðþjónustu að svara erindi.
2.
Viðhaldsmál fasteigna í útleigu hjá félögum eldriborgara
Farið yfir stöðu viðhalds húsnæðis í útleigu hjá félögum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Öldungaráð vísar málinu til fasteigna- og framkvæmdafulltrúa til nánari skoðunar. Frestað til næsta fundar
Öldungaráð vísar málinu til fasteigna- og framkvæmdafulltrúa til nánari skoðunar. Frestað til næsta fundar
3.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Erindi vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar í öldungaráði. Þennan lið fundarins sat Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og fór yfir stefnumótun í málefnum eldri borgara.
Öldungaráð felur forsvarsmönnum félaga eldri borgara að fá nánari upplýsingar frá félögunum til að setja í vinnu við stefnumótun. Minnisblað sent á alla formenn eldriborgara félaganna til kynningar hjá félögunum. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
Öldungaráð felur forsvarsmönnum félaga eldri borgara að fá nánari upplýsingar frá félögunum til að setja í vinnu við stefnumótun. Minnisblað sent á alla formenn eldriborgara félaganna til kynningar hjá félögunum. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
4.
Öldungaráð - Önnur mál
Forstöðumaður kynnti námskeiðið Fjármál við starfslok.
5.
Sameiginleg mál félaga eldriborgara í Fjarðabyggð
Umræða um sameiginleg mál eldri borgara í Fjarðabyggð.
Umræða um hvernig hefur gengið að ná inn nýjum félögum inn í félög eldriborga í Fjarðabyggð. Rætt um að hittast til þess að ræða sameiginlega samstarfsfleti og samstarf á milli félaga.
Umræða um hvernig hefur gengið að ná inn nýjum félögum inn í félög eldriborga í Fjarðabyggð. Rætt um að hittast til þess að ræða sameiginlega samstarfsfleti og samstarf á milli félaga.