Fara í efni

Öldungaráð

6. fundur
7. apríl 2022 kl. 14:30 - 15:40
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Jórunn Bjarnadóttir aðalmaður
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir aðalmaður
Þórarinn Viðfjörð Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
Guðrún Lilja Magnúsdóttir embættismaður
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir forstöðumaður stoðþjónustu
Dagskrá
1.
Hafnargjöld fyrir eldri borgara
Málsnúmer 2006145
Kynnt afgreiðsla hafnarstjórnar á erindi um niðurfellingu hafnargjalda fyrir eldri borgara. Hafnarstjórn telur ekki að hennar verksviði að hlutast til um málið.
Öldungaráð felur forstöðumanni stoðþjónustu að svara erindi.
2.
Viðhaldsmál fasteigna í útleigu hjá félögum eldriborgara
Málsnúmer 2112083
Farið yfir stöðu viðhalds húsnæðis í útleigu hjá félögum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Öldungaráð vísar málinu til fasteigna- og framkvæmdafulltrúa til nánari skoðunar. Frestað til næsta fundar
3.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2202015
Erindi vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar í öldungaráði. Þennan lið fundarins sat Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og fór yfir stefnumótun í málefnum eldri borgara.
Öldungaráð felur forsvarsmönnum félaga eldri borgara að fá nánari upplýsingar frá félögunum til að setja í vinnu við stefnumótun. Minnisblað sent á alla formenn eldriborgara félaganna til kynningar hjá félögunum. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
4.
Öldungaráð - Önnur mál
Málsnúmer 2204016
Forstöðumaður kynnti námskeiðið Fjármál við starfslok.
5.
Sameiginleg mál félaga eldriborgara í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2204017
Umræða um sameiginleg mál eldri borgara í Fjarðabyggð.
Umræða um hvernig hefur gengið að ná inn nýjum félögum inn í félög eldriborga í Fjarðabyggð. Rætt um að hittast til þess að ræða sameiginlega samstarfsfleti og samstarf á milli félaga.