Fara í efni

Öldungaráð

7. fundur
5. maí 2022 kl. 13:30 - 14:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Jórunn Bjarnadóttir aðalmaður
Þórarinn Viðfjörð Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
Guðrún Lilja Magnúsdóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Guðrún Lilja Magnúsdóttir forstöðumaður stoðþjónustu
Dagskrá
1.
Viðhaldsmál fasteigna í útleigu hjá félögum eldriborgara
Málsnúmer 2112083
Jón Grétar Margeirsson, umsjónarmaður fasteigna, mætir á fundinn og fer yfir stöðu viðhalds húsnæðis félaga eldri borgara í Fjarðabyggð.
2.
Efling á félagsstarfi fullorðinna á árinu 2022 í kjölfar Covid-19
Málsnúmer 2205030
Kynnt er tölvubréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, þar sem fjallað er um styrk til félgasstarfs eldriborgara vegna Covid 19. Rætt er að halda mögulega einn einstakan viðburð fyrir eldriborgara sveitarfélagsins, þar sem hægt væri að hafa sameiginlegt fyrir alla byggðakjarna. Rætt m.a. um þá þjónustu sem er í boði í Fjarðabyggð. Öldungaráð leggur fyrir forstöðumann stoðþjónustu að vinna áfram með hugmyndina og sækja um styrk vegna hennar.
3.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2202015
Framhald af umræðu síðasta fundar um málið. Rætt um að virkja þurfi þjónustuhópinn í stefnumótuninni. Lagt til að starfsfólk fjölskyldusviðs mæti á fundi eldriborgarafélaganna til að kynna málið og vinna í samráði.