Fara í efni

Safnanefnd

1. fundur
11. september 2018 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kamma Dögg Gísladóttir varaformaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörenson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Erindisbréf safnanefndar
Málsnúmer 1806133
Lagt fram og farið yfir erindisbréf nefndarinnar.
Jafnframt var farið yfir vinnulag nefndarinnar, fundartíma og fleira.
Nefndin fór yfir erindisbréfið og gerir engar athugasemdir.
2.
Stofnun Safnaráðs Neskaupstaðar - gögn síðan 2008
Málsnúmer 1401192
Umræða um málefni Safnaráðs Neskaupstaðar.
Safnanefnd mun skoða málefni safnaráðs á næstu fundum.
3.
Afhending plöntusafns Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað til varðveislu á Náttúrufræðistofnun Íslands
Málsnúmer 1808057
Náttúrustofa Austurlands óskar eftir heimild til að afhenda Náttúrfræðistofnun Íslands plöntusafn Hjörleifs Guttormssonar. Búið er ræða við Hjörleif Guttormsson og er hann samþykkur því að safnið verði afhent Náttúrufræðistofnun Íslands. Safnanefnd leggur því til við menningar- og nýsköpunarnefnd að plöntusafnið verð afhent Náttúrufræðistofnun Íslands.
4.
Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Málsnúmer 1806161
Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Samkvæmt stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga og eftir tilnefningu safnanefndar skipar bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa í stjórn safnsins og er kjörtímabil þeirra hið sama og bæjarstjórnar.

Ævar Ármannsson er tilnefndur sem aðalmaður og Kamma Dögg Gísladóttir sem varamaður í stjórn Héraðsskjalasafnsins. Tilnefningum er vísað til bæjarstjórnar.
5.
Stjórn Sjóminjasafns Austurlands.
Málsnúmer 1806162
Stjórn Sjóminjasafns Austurlands. Bæjarstjórn skipar fulltrúa í stjórn Sjóminjasafns Austurlands samkvæmt stofnsamningi þess og eftir tilnefningu safnanefndar.

Gunnar Jónsson er tilnefndur sem aðalmaður og Kömmu Dögg Gísladóttir sem varamaður í stjórn Sjóminjasafns Austurlands. Tilnefningum er vísað til bæjarstjórnar.
6.
Stjórn Sjóminja- og smiðjumunasafns Jósafats Hinrikssonar
Málsnúmer 1806163
Stjórn Sjóminja- og smiðjumunasafns Jósafats Hinrikssonar. Bæjarstjórn skipar fulltrúa í stjórn safnsins samkvæmt stofnsamningi þess og eftir tilnefningu safnanefndar.

Jón Björn Hákonarson er tilnefndur sem aðalmaður og Pétur Sörensson sem varamaður í stjórn Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar. Tilnefningum er vísað til bæjarstjórnar.
Safnanefnd ræddi framtíð sjálfseignarstofnunar Sjóminja- og smiðjumunasafns Jósafats Hinrikssonar og mun taka það fyrir á næstu fundum.