Fara í efni

Safnanefnd

10. fundur
18. júní 2019 kl. 16:00 - 17:30
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kamma Dögg Gísladóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar 2020. Farið yfir drög verkefna í starfsáætlunar 2020. Kaflar starfsáætlunar, breytingar á forsendum og umhverfi og verkefnum teknir til umræðu.
Safnanefnd fór yfir verkefni og framkvæmdir en eftir er að móta verkefni nánar og áætla kostnað ákveðinna liða. Auk þess þarf að áætla tíma sem starfsmenn Fjarðabyggðar verja til tilgreindra verkefna. Safnanefnd felur forstöðumanni safnastofnunar að yfirfara verkefnalista og leggja að nýju fyrir nefndina. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
2.
Málefni bókasafna
Málsnúmer 1906082
Rætt um starfsemi bókasafna í Fjarðabyggð.
Safnanefnd samþykkir að horft verði til þess í fjárhagsáætlunargerð 2020 að afnot íbúa i Fjarðabyggð að bókasöfnum verði almennt gjaldfrjáls með framvísun Fjarðabyggðakorts. Forstöðumanni safnastofnunar falið að fjalla um tillöguna á fundi með forstöðumönnum bókasafna. Vísað til fjárhagsáæltunargerðar 2020.