Fara í efni

Safnanefnd

11. fundur
11. september 2019 kl. 16:00 - 17:15
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Magni Þór Harðarson varaformaður
Anton Þór Helgason varamaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05, Menningarmál á árinu 2020 sem bæjarráð hefur úthlutað nefndinni sbr. meðfylgjandi bréf. Formaður safnanefndar fylgdi bréfinu eftir. Áætlun verði mótuð að útgefnum fjárhagsramma og lögð fyrir nefndina.
Á fundi safnanefndar 18. júní var farið yfir verkefni og framkvæmdir en eftir er að móta verkefni nánar og áætla kostnað ákveðinna liða. Auk þess þarf að áætla tíma sem starfsmenn Fjarðabyggðar verja til tilgreindra verkefna. Safnanefnd fól forstöðumanni safnastofnunar að yfirfara verkefnalista og leggja að nýju fyrir nefndina. Forstöðumaður Safnastofnunar lagði fram yfirfarinn verkefnalista. Safnanefnd heldur áfram vinnu við áætlunargerð 2020 á næsta fundi.
Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
2.
Stefnumótun í safnamálum 2019-2021
Málsnúmer 1811078
Lagður fram til kynningar rammi að stefnumótun/aðgerðaráætlun í safnamálum. Formanni safnanefndar og forstöðumanni Safnastofnunar falið að vinna áfram í málinu og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Málefni Safnaráðs Neskaupstaðar.
Málsnúmer 1812131
Formaður safnanefndar og forstöðumaður Safnastofnunar fóru yfir stöðu mála. Safnaráð Neskaupstaðar hefur formlega verið lagt niður og afskráð af fyrirtækjaskrá RSK.
4.
Hernámsdagur - endurvakin
Málsnúmer 1907082
Tekið til kynningar bréf Íbúasamtaka Reyðarfjarðar er varðar Hernámsdaginn á Reyðarfirði. Bæjarráðs vísaði bréfinu til menningar- og nýsköpunarnefndar sem fagnar framtaki íbúasamtakanna og felur forstöðumanni safnastofnunar og upplýsingafulltrúa að funda með stjórn samtakanna til undirbúnings. Safnanefnd tekur vel í erindið og fagnar framtaki íbúasamtakanna.