Fara í efni

Safnanefnd

12. fundur
15. október 2019 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Magni Þór Harðarson varaformaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2020 og fundargerð júní 2019.
Málsnúmer 1906116
Framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir árið 2020. Ekki hefur verið tekin afstaða til beiðnar héraðsskjalavarðar um fund með nefndinni. Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar erindi Héraðsskjalasafns til umfjöllunar í safnanefnd. Safnanefnd mælir með að framlög til Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði með sama hætti og á árinu 2019. Ekki er fallist á að framlag vegna starfsmannahalds verði aukið þar sem safnanefnd vinnur að framtíðarsýn fyrir skjalavörslu í sveitarfélaginu.
2.
Vettvangsferð HÍ á Íslenska stríðsárasafnið.
Málsnúmer 1910071
3.
Gjaldskrá bókasafna 2020.
Málsnúmer 1909150
Safnanefnd leggur til að notendur bókasafna fái gjaldfrjálsan aðgang gegn framvísun Fjarðabyggðarkortsins með nafni. Með þessu styður safnanefnd við læsissáttmálann sem sveitarfélagið gerði við ríkið og samtökin Heimili og skóli, jafnframt rýmar þetta við læsisstefnu sveitarfélagsins.
4.
Sumarlokanir í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2019.
Málsnúmer 1906135
Sumarlokanir í bókasöfnum Fjarðabyggðar. Leggur nefndin til að leitað verði leiða til að auka opnunartíma safnanna yfir sumartímann þannig að opið verið fjóra tíma í viku í hverju hverfi fyrir sig.
5.
Stjórn Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar.
Málsnúmer 1806163
Lagt fram til kynningar. Safnanefnd felur formanni safnanefndar, Jóni Birni Hákonarsyni og forstöðumanni Safnastofnunar, Pétri Sörenssyni að vinna áfram í málinu.
6.
Uppbygging bragga við Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði.
Málsnúmer 1910073
Lagt fram til kynningar. Safnanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að haldið verði áfram með framkvæmdir (endurgerð) bragganna á safnasvæðinu og tekið tillit til þess í fjárhagsáætlunargerð 2020.
7.
Hönnun á lóð við Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði.
Málsnúmer 1910074
Lagt fram til kynningar. Safnanefnd leggur mikla áherslu á að farið verði í hönnun og framkvæmdir á lóð safnsins til að bæta aðgengi og upplifun gesta og þess verði gætt í fjárhagsáætlun 2020.