Fara í efni

Safnanefnd

13. fundur
27. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Sigríður Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
Málsnúmer 1812130
Formaður kynnti áform um framþróun og uppbyggingu safnsins.
Kynnt var vettvangsheimsókn nema í safnaræðum við Háskóla Íslands í tengslum við safnið á árinu 2020.
Jafnframt samþykkir Safnanefnd að fela forstöðumanni að kanna möguleika með málþing í tilefni að 80 ár eru liðin frá hernámi Íslands árið 2020.
2.
Tillaga um samstarf og vörslu stríðsminja
Málsnúmer 1911149
Safnanefnd samþykkir að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Safnastofnunar að fara þess á leit við Þjóminjasafnið að Íslenska Stríðsárasafnið fái til sýningar og vörslu þá muni sem þar eru og tengjast stríðsárunum á Íslandi. Íslenska Stríðsárasafnið er eina safnið hérlendis sem sérhæft hefur sig í að segja sögu seinni stríðsáranna frá innlendu sjónarhorni og fer því vel á að það gegni þessu hlutverki fyrir Þjóðminjasafnið. Þá eru á komandi ári áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands og vill Íslenska Stríðsárasafnið gera þeim tímamótum skil í sýningu sinni og fá fleiri muni til sýningar sem tengjast þeim.
3.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2020
Málsnúmer 1911151
Lögð fram tillaga um fyrirkomulag sumaropnunar bókasafna 2020 ásamt kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tillögurnar og leggur þær fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd.
4.
Málefni Gauta
Málsnúmer 1911150
Formaður nefndar kynnti áform um endurbætur og lagfæringu á bátnum Gauta og næstu skref í því verkefni. SÚN hefur lofað styrk í verkefnið. Forstöðumanni falið að halda utan um samningagerð um verkið við Guðmund Guðlaugsson, smið.
5.
20.fundur sjálfseignarstofnunar um safn Jósafats Hinrikssonar
Málsnúmer 1911143
Lögð fram til upplýsinga fundargerð um slit safnsins.