Safnanefnd
13. fundur
27. nóvember 2019
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Sigríður Margrét Guðjónsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson
Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
Formaður kynnti áform um framþróun og uppbyggingu safnsins.
Kynnt var vettvangsheimsókn nema í safnaræðum við Háskóla Íslands í tengslum við safnið á árinu 2020.
Jafnframt samþykkir Safnanefnd að fela forstöðumanni að kanna möguleika með málþing í tilefni að 80 ár eru liðin frá hernámi Íslands árið 2020.
Kynnt var vettvangsheimsókn nema í safnaræðum við Háskóla Íslands í tengslum við safnið á árinu 2020.
Jafnframt samþykkir Safnanefnd að fela forstöðumanni að kanna möguleika með málþing í tilefni að 80 ár eru liðin frá hernámi Íslands árið 2020.
2.
Tillaga um samstarf og vörslu stríðsminja
Safnanefnd samþykkir að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Safnastofnunar að fara þess á leit við Þjóminjasafnið að Íslenska Stríðsárasafnið fái til sýningar og vörslu þá muni sem þar eru og tengjast stríðsárunum á Íslandi. Íslenska Stríðsárasafnið er eina safnið hérlendis sem sérhæft hefur sig í að segja sögu seinni stríðsáranna frá innlendu sjónarhorni og fer því vel á að það gegni þessu hlutverki fyrir Þjóðminjasafnið. Þá eru á komandi ári áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands og vill Íslenska Stríðsárasafnið gera þeim tímamótum skil í sýningu sinni og fá fleiri muni til sýningar sem tengjast þeim.
3.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2020
Lögð fram tillaga um fyrirkomulag sumaropnunar bókasafna 2020 ásamt kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tillögurnar og leggur þær fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd.
Nefndin samþykkir tillögurnar og leggur þær fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd.
4.
Málefni Gauta
Formaður nefndar kynnti áform um endurbætur og lagfæringu á bátnum Gauta og næstu skref í því verkefni. SÚN hefur lofað styrk í verkefnið. Forstöðumanni falið að halda utan um samningagerð um verkið við Guðmund Guðlaugsson, smið.
5.
20.fundur sjálfseignarstofnunar um safn Jósafats Hinrikssonar
Lögð fram til upplýsinga fundargerð um slit safnsins.