Safnanefnd
14. fundur
17. mars 2020
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir
aðalmaður
Sigríður Margrét Guðjónsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson
Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns
Formaður fór yfir málið og kynnti umsögn sem send var að hálfu Fjarðabyggðar vegna reglugerðarinnar.
2.
Sala á Búðarvegi 8 - Templarinn
Formaður nefndar fór yfir stöðu mála. Safnanefnd ræddi hugmyndir um að húsið verði látið af höndum sveitarfélagsins gegn því að það verði gert upp. Telur Safnanefnd rétt þá að auglýsa húsið á opinberum vettvangi og að bjóðendur leggi fram hugmyndir sínar og tímaáætlun um uppgerð sem horft verði til við ákvörðun um hvort húsið verði látið af hendi. Jafnframt leggur Safnanefnd til að nýttar verði reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts og veittur verði 5 ára styrkur til greiðslu fasteignaskatts með húsinu. Vísað til esu.
3.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2020
Vísað frá menningar- og nýskpunarnefnd til kynningar safnanefndar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga lögð fram til kynningar.
4.
Þjónustusamningur milli Safnastofnun Fj. og Myndlistarsafn Tryggva
Þjónustusamningur Safnastofnunar og Myndlistarsafns Tryggva Ólafssonar fyrir árið 2020 lagður fram til kynningar og samþykktar.
Safnanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Menningar- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs.
Safnanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Menningar- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs.
5.
Tilkynning um slit á Safnaráði Neskaupstað
Tilkynning um slit á Safnaráði Neskaupstaðar lögð fram til kynningar. Safnanefnd hafði áður samþykkt slit á Safnaráðinu og falið formanni og forstöðumanni frágang málsins. Safnanefnd vísar jafnframt minnisblaði til Menningar- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs til kynningar.
6.
Slit félagsins Sjóminja- og smiðjuminjasafn Jósafats Hinrikssonar
Lagt fram minnisblað um slit á Sjálfseignarstofnun um Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar til kynningar. Safnanefnd hafði áður samþykkt slit á sjálfseignarstofnuninni fyrir sitt leyti og falið formanni og forstöðumanni frágang málsins. Safnanefnd vísar jafnframt minnisblaði til Menningar- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs til kynningar.
7.
Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
Farið var yfir stöðu mála Íslenska stríðsárasafnsins og framtíðarsýn vegna uppbyggingar á svæðinu. Von er á skýrslu nema við safnadeild Háskóla Íslands nú í vor vegna vinnu þeirra nú í byrjun árs við safnið.
Safnanefnd felur forstöðumanni Safnastofnunar og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun vegna verkloka á endurgerð bragga sem hugsaður er sem móttökurými og leggja fyrir næsta fund Safnanefndar. Þá samþykkir jafnframt Safnanefnd að geymsluhús sem stendur á lóð Stríðsárasafnsins og er síðari tíma bygging sem tengist ekki stríðsáraminjum verði fjarlægður í vor og felur forstöðumanni Safnastofnunar og sviðsstjóra framkvæmdasviðs af afla leyfa þaraf lútandi og sjá til þess að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt fjárhagslega.
Safnanefnd felur forstöðumanni Safnastofnunar og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun vegna verkloka á endurgerð bragga sem hugsaður er sem móttökurými og leggja fyrir næsta fund Safnanefndar. Þá samþykkir jafnframt Safnanefnd að geymsluhús sem stendur á lóð Stríðsárasafnsins og er síðari tíma bygging sem tengist ekki stríðsáraminjum verði fjarlægður í vor og felur forstöðumanni Safnastofnunar og sviðsstjóra framkvæmdasviðs af afla leyfa þaraf lútandi og sjá til þess að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt fjárhagslega.
8.
Stjórn Sjóminjasafns Austurlands.
Formaður nefndar fór yfir stöðu mála. Safnanefnd vísar því til Eigna-skipulags- umhverfisnefndar að taka skipulagsmál vegna safnasvæðis á Eskifirði til skoðunar. Formanni falið að fylgja máli eftir við Skipulags- og byggingarfulltrúa.