Safnanefnd
15. fundur
4. júní 2020
kl.
16:00
-
18:30
Safnahúsið í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Magni Þór Harðarson
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Anton Þór Helgason
varamaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson
Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Formaður fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021 hvað varðar safnamál. Safnanefnd leggur áherslu á að skoðað verði í fjárhagsáætlunargerð með aukið starfshlutfall við Safnastofnun. Jafnframt var farið yfir hugmyndir Safnanefndar af fjárfestingarverkefnum fyrir söfnin. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
2.
Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
Formaður fór yfir stöðu mála og kynnti hugmyndir um uppbyggingu safnsins.
Þá var einnig lögð fram drög af kostnaðaráætlun til að ljúka endurgerð bragga við Stríðsárasafnið sem Safnanefnd leggur áherslu á.
Vísað til fjárhagsáætlunar menningar- og nýsköpunarnefndar 2021.
Þá var einnig lögð fram drög af kostnaðaráætlun til að ljúka endurgerð bragga við Stríðsárasafnið sem Safnanefnd leggur áherslu á.
Vísað til fjárhagsáætlunar menningar- og nýsköpunarnefndar 2021.
3.
Stríðsárasafn á Reyðarfirði - Grundvöllurinn
Skýrsla lögð fram til kynningar og umræðu í Safnanefnd. Safnanefnd þakkar nemendum safnadeildar fyrir vel unna skýrslu.
4.
Stjórn Sjóminjasafns Austurlands.
Safnanefnd ræddi málefni Sjóminjasafns Austurlands og Jensenshúss.
5.
Egilsbraut 4 - skjalasafn
Málefni skjalageymslu Fjarðabyggðar rædd og formanni falið að skoða málin frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2020
Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga lögð fram til kynningar.
7.
Þjónustusamningur við eldri borgara á Reyðarfirði 2020
Þjónustusamningur Safnastofnunar og Félags Eldriborgara á Reyðarfirði lagður fram til kynningar. Safnanefnd samþykkir þjónustusamninginn fyrir sitt leyti.
8.
Þjónustusamningur við félag eldri borgarar í Neskaupstað 2020
Þjónustusamningur Safnastofnunar og Félags Eldriborgara í Neskaupstað lagður fram til kynningar. Safnanefnd samþykkir þjónustusamninginn fyrir sitt leyti.
9.
Þjónustusamningur við eldri borgara á Eskifirði 2020
Þjónustusamningur Safnastofnunar og Félags Eldriborgara á Eskifirði lagður fram til kynningar. Safnanefnd samþykkir þjónustusamninginn fyrir sitt leyti.