Safnanefnd
3. fundur
16. október 2018
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Kamma Dögg Gísladóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson
embættismaður
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson
Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Vettvangsheimsóknir Safnanefndar
Vettvangsheimsókn - farið yfir stöðu safnamála á Eskifirði. Gunnar Jónsson formaður stjórnar Sjóminjasafns Austurlands sat þennan lið fundarins og fór yfir málefni safnsins. Húsnæði Sjóminjasafns Austurlands skoðuð auk Ljósmyndasafns Eskifjarðar. Forstöðumaður Safnastofnunar kynnti nefndarmönnum starfsemina ásamt safnakosti.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2019
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar fyrir menningarmálaflokk lögð fram til kynningar. Formaður safnanefndar fór yfir stöðu áætlunargerðarinnar og helstu áherslur í fjárhagsáætlun. Nefndin sammála um að vinna að stefnumótun í málaflokknum á komandi vetri sem verði til grundvallar í fjárhagsáætlunarvinnu framtíðar. Staða skjalamála sveitarfélagsins einnig sérstaklega rædd.
3.
Niðurfelling forkaupsréttar Fjarðabyggðar á Læknishúsinu á Fáskrúðsfirði
Bréf Minjaverndar frá 16.ágúst er varðar beiðni um að forkaupsréttur Fjarðabyggðar að Læknishúsinu Hafnargötu 12 Fáskrúðsfirði, verði felldur úr gildi. Bæjarráð samþykkti að fallið verði frá forkaupsréttarákvæði en leigusamningur um sýninguna í Franska safninu verði endurnýjaður og framlengdur til 2030. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð endurskoðaðan leigusamning. Lagt fram til kynningar.
4.
Stofnun Safnaráðs Neskaupstaðar - gögn síðan 2008
Safnanefnd fól formanni safnanefndar og forstöðumanni Safnastofnunar að ræða við safnaráð Neskaupstaðar varðandi framvindu mála er snúa að safnaráðinu og Safnahúsinu í Neskaupstað.
5.
Aðild Ljósmyndasafns Fjarðabyggðar að Sarpi
Lagðar voru fram upplýsingar varðandi árlegan aðildarkostnað að Sarpi fyrir Ljósmynasafn Eskifjarðar og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar. Safnanefnd samþykkir aðgang safnanna að Sarpi. Bæjarritara og forstöðumanni Safnastofnunar falið að ná samkomulagi við Sarp.
6.
Ritun sögu Fáskrúðsfjarðar 2018
Smári Geirsson sat þennan lið fundarins og fór yfir málefni söguritunar sögu Fáskrúðsfjarðar. Lagði Smári fram gögn varðandi verkefnið og stöðu þess í októpermánuði 2018. Unnið verður áfram að heimildarsöfnun og söguritun. Talsvert vantar upp á að heimildaröflun ljúki þar sem ekki liggja öll gögn og erfitt hefur verið að hafa upp á heimildum. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að fara yfir fjárhagstöðu verkefnisins með söguritara. Bæjarritara falið að athuga með það styrkfé sem fengist hefur til verkefnisins. Tekið fyrir að nýju þegar áðurnefndar upplýsingar liggja fyrir.
7.
Gjaldskrá safna 2019 og 2020
Framlögð tillaga forstöðumanns safnastofnunar að gjaldskrá fyrir minjasöfn 2020 til 2021. Tillögur að gjaldskrá safna lögð fram. Safnanefnd samþykkir tillögurnar óbreyttar. Tillögu vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
8.
Gjaldskrá bókasafna 2019
Óskað er eftir tillögu safnanefndar um drög að gjaldskrá fyrir bókasöfnin á árinu 2019. Tillögu að gjaldskrá bókasafna lögð fram. Safnanefnd leggur til tvær breytingar á tillögu. Nr. 1 - í liðnum árgjald verði skilgreining á börnum og unglingum hækkuð úr 16 árum í 18 ár. Nr. 2 - í liðnum um árskort. Árskort gildir á öllum bókasöfnunum sex: Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Stöðvarfirði - Breiðdal. Safnanefnd samþykkir tillögurnar. Tillögu vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.