Fara í efni

Safnanefnd

6. fundur
17. desember 2018 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Kamma Dögg Gísladóttir varaformaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Andrea Borgþórsdóttir embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Vettvangsheimsókn í safnið Frakkar á Íslandsmiðum, 2018.
Málsnúmer 1812129
Farið var í vettvangsheimsókn á safnið Frakkar á Íslandsmiðum ásamt því að kapellan var skoðuð.
Forstöðumanni Safnastofnunar og Karli Óttari Péturssyni, bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Fosshótela varðandi aðgengi sveitarfélagsins að safninu Frakkar á Íslandsmiðum á lokunartíma hótelsins. Forstöðumanni Safnastofnunar var falið að láta yfirfara sýningarbúnað safnsins og endurnýja það sem þarf fyrir sumaropnun þess árið 2019.
2.
Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
Málsnúmer 1812130
Farið var yfir málefni safnsins.
Forstöðumanni Safnastofnunar falið að vinna málið með skipulags- og byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar. Mikilvægt er að lóð og umhverfi safnsins verði skipulagt og hannað sem safnasvæði þar sem tekið er tillit til frekari uppbyggingu safnsins, aðkomu gesta, bílastæða fyrir rútur og einkabíla auk tengingar við göngu- og útivistarsvæðis í nágrenni safnsins. Gera þarf áætlun um frekari framvindu verkefnisins ásamt áætluðum kostnaði.
3.
Málefni Safnanefndar Neskaupstaðar.
Málsnúmer 1812131
Farið var yfir málefni Safnanefndar Neskaupstaðar.
Forstöðumanni Safnastofnunar og Jóni Birni Hákonarsyni, formanni Safnanefndar falið að funda með Safnaráði Neskaupstaðar í byrjun árs 2019.
4.
Málefni Skjala- og myndasafns Neskaupstaðar.
Málsnúmer 1812132
Farið var yfir málefni Skjala- myndasafns Neskaupstaðar.
Óskað er eftir að framkvæmdasvið Fjarðabyggðar taki út ástand fasteignarinnar Egilsbraut 4, Neskaupstað.
Meta þarf hvort húsnæðið henti sem aðstaða fyrir skjalageymslur sveitarfélagsins
5.
Stefnumótun Safnanefndar.
Málsnúmer 1812134
Stefnumótun Safnanefndar rædd.
Forstöðumanni Safnastofnunar og Jóni Birni Hákonarsyni, formanni Safnanefndar falið að byrja á að setja upp ramma fyrir stefnumótun nefndarinnar. Stefnumótunin tekur mið af heimsóknum nefndarinnar í söfn sveitarfélagsins og annri umræðu um safnamál sem farið hefur fram. Gert er ráð fyrir að vinna við stefnumótunina hefjist í byrjun árs 2019 og verði lögð fyrir nefndina til umræðu
6.
Málefni Héraðsskjalasafns.
Málsnúmer 1812135
Farið var yfir málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
7.
Vettvangsheimsókn í Templarann, Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 1812133
Vettvangsheimsókn í Templarann, Fáskrúðsfirði.
Farið var í vettvangsheimsókn í Templarann, Hamarsgötu 8 á Fáskrúðsfirði. Nefndarmenn kynntu sér húsakynnin og ræddu málefni þess.