Fara í efni

Safnanefnd

9. fundur
2. maí 2019 kl. 14:00 - 16:00
í Molanum
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Pétur Þór Sörensson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Pétur Sörensson Forstöðumaður Safnastofnunar
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýskopunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar 2020. Farið yfir starfsáætlun 2019 og undirbúin drög starfsáætlunar 2020. Kaflar starfsáætlunar, breytingar á forsendum og umhverfi og verkefnum teknir til umræðu.
2.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd.
Safnanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.
3.
Málefni Miðstrætis 1 Neskaupstað
Málsnúmer 1902161
Safnanefnd leggur til að munir og innréttingar Skóvinnustofunnar verði fluttir í Safnahúsið Neskaupstað, Egilsbraut 2, á aðra hæð í rými sem staðsett er í norðaustur hluta hússins. Gert er ráð fyrir að reist verði eftirlíking Skóvinnustofunnar á sama stað á komandi vetri.
4.
Ritun sögu Fáskrúðsfjarðar 2018 og 2019
Málsnúmer 1802082
Lagt fram minnisblað er varðar fjárhagsáætlun ársins 2019 og kostnaðar við ritun Sögu Fáskrúðsfjarðar.
Forstöðumanni stjórnsýslusviðs falið umsjón styrkmála meðal annars við Loðnuvinnsluna og Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar og uppgjör við sagnaritara miðað við stöðu verksins.
5.
Gjaldskrá safna 2020 til 2021.
Málsnúmer 1809113
Tillaga að gjaldskrá safna fyrir árið 2021.
Safnanefnd samþykkir tillögurnar. Vísað til ferðaþjónustuhóps að hann skoði frekari tækifæri í markaðssetningu.
6.
Samningur um Sómastaði í Reyðarfirði
Málsnúmer 1904175
Lögð fram drög að samningi um umsjón (samstarf) með húsnæði Sómastaða í Reyðarfirði. Safnanefnd hafnar erindi varðandi umsjón Sómastaða í Reyðarfirði.
7.
Þjónustusamningur við félag eldri borgarar í Neskaupstað
Málsnúmer 1904177
Lögð fram drög að þjónustusamningi 2019 við félag eldri borgara Neskaupstað.
Safnanefnd samþykkir drögin og veitir forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar heimild til semja um þóknun við félag eldri borgara í Neskaupstað fyrir árið 2019.
8.
Þjónustusamningur við eldri borgara á Eskifirði 2019
Málsnúmer 1904178
Lögð fram drög að þjónustusamningi 2019 við félag eldri borgara Eskifirði.
Safnanefnd samþykkir drögin. Forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar falið að semja við félag eldri borgara á Eskifirði fyrir árið 2019.
9.
Þjónustusamningur við eldri borgara á Reyðarfirði
Málsnúmer 1904179
Lögð fram drög að þjónustusamningi 2019 við félag eldri borgara Reyðarfirði.
Safnanefnd samþykkir drögin og veitir forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar heimild til semja um þóknun við félag eldri borgara á Reyðarfirði fyrir árið 2019.
10.
Tillaga að opnunartíma safna 2019
Málsnúmer 1905003
Tillaga að opnunartíma safna 2019.
Safnanefnd samþykkir tillögurnar, en mun endurskoða fyrirkomulag á opnunartíma og umhaldi á hausti komanda.
11.
Skil á búnaði vegna Rex-NS 3
Málsnúmer 1905010
Ósk Haraldar Árnasonar um að fá afhentan öxul, skrúfu og stefnisrör úr mótorbátnum Rex NS 3, Fáskrúðsfirði.
Forstöðumanni Safnastofnunar falið að kanna málið við bréfritara.