Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

12. fundur
26. júní 2024 kl. 16:00 - 17:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Rúnar Ingi Hjartarson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Breiðimelur 1-3-5-7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2405031
Grenndarkynningu lokið, engin athugasemd barst. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Erindinu vísað í bæjarráð.
2.
Byggingarleyfi Óseyri 5
Málsnúmer 2406110
Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Óseyri 5. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar fyrir Óseyri 9. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Erindinu vísað í bæjarráð.
Viðhengi
Óseyri 5.pdf
3.
Byggingarleyfi Móbakki 16
Málsnúmer 2406117
Umsókn um byggingarleyfi að Móbakka 16, 740 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráforminn.
4.
Byggingarleyfi Naustahvammur 55 -Hækkun tanka
Málsnúmer 2405144
Byggingarleyfi Naustahvammur 55, Hækkun tanka. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir byggingaráforminn og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5.
Framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á gerfigrasvelli í Neskaupstað
Málsnúmer 2311028
Farið er fram á að sveitarfélagið komi til móts við SÚN um kostnað vegna förgunar á gamla gervigrasinu. Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
6.
Leikskólinn Dalborg Áfangi III
Málsnúmer 2406047
Lagt fram til kynningar niðurstöður viðræðna sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs við fulltrúa Launafls hf. um útfærslur á verkinu. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
7.
Hraðatakmarkanir í þéttbýli og gangbrautir
Málsnúmer 2406116
Umræða um aðgerðir til að draga niður hraða í þéttbýli. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur sviðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að nýrri uppfærslu á umferðasamþykkt. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum sviðsins að fara strax í úrbætur er varða hraðatakmarkanir á þeim stöðum sem þörfin er mest.
8.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Lögð fram tillaga að staðsetningu fjárréttar í Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti staðsetninguna og vísar erindinu til fjallskilanefndar.
9.
Opnunartími Móttökustöðva
Málsnúmer 2311135
Lögð fram tillaga frá bæjarráði er varðar opnunartíma á móttökustöðum um helgar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna.
10.
Framkvæmdaleyfi varnargarðar Nes- og bakkagil
Málsnúmer 2406118
Framkvæmdaleyfi varnargarðar Nes- og bakkagil. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykki áformin og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.