Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

13. fundur
10. júlí 2024 kl. 16:00 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Málsnúmer 2301057
Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
2.
Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2405143
Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllu tilskildum gögnum hefur verið skilað. Meðal gagna skal vera undirritaður samningur milli Fjarðabyggðarhafna og Eimskips um að byggingin sé víkjandi og Fjarðabyggðarhafnir áskili sér rétt á að byggingin verði fjarlægð án þess að kostnaður falli á Fjarðabyggðarhafnir.
3.
Skýrsla vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2406133
Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar ítarlega og greinargóða skýrslu er varðar úrbætur á umhverfismálum á Fáskrúðsfirði. Nefndin felur sviðsstjóra að fara í þær úrbætur sem hægt er eins fljótt og unnt er í samráði við garðyrkjustjóra og annað starfsfólk sviðssins.
4.
Umferðarþing
Málsnúmer 2406134
Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og hefur áhuga að senda fulltrúa á umferðaþingið.
5.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808042
Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til tvær staðsetningar að fjárrétt í Norðfirði og er fjallskilastjóra ásamt skipulagsfulltrúa falið að ræða við þá sem málið kann að varða.
6.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2407008
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám í bílastæðinu við Hlíðargötu 43 í 4 mánuði vegna flutninga. Skipulags- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við beiðni um stöðuleyfi á bílastæði við Hlíðargötu og vísar umsækjanda á gámasvæðið á Fáskrúðsfirði.
7.
Erindi frá Ferðaþjónustu á Fossárdal
Málsnúmer 2407020
Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið en telur það eiga heima hjá bæjarráði og vísar því þangað.
8.
Byggingarleyfi Hlíðargata 45 bíslag
Málsnúmer 2407051
Byggingarleyfi Hlíðargata 45 bíslag. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.