Skipulags- og framkvæmdanefnd
14. fundur
21. ágúst 2024
kl.
16:15
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Kristinn Þór Jónasson
varaformaður
Elís Pétur Elísson
aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Heiðarvegur 11 bílskúr
Byggingarleyfi Heiðarvegur 11 endurbygging bílskúrs. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Byggingarleyfi Móbakki 16
Byggingarleyfi Móbakki 16. Grenndarkynningu lokið. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað og vísar erindinu í bæjarráð.
3.
Byggingarleyfi Búðareyri 25
Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Búðareyri 25. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Umsókn um byggingarleyfi Búðareyri 29
Umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannaíbúðir og bíslag á iðnaðarsvæði við Búðareyri 29. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tímabundnar starfsmanna íbúðir til tveggja ára með möguleika á endurnýjun fyrir Búðareyri 29b.
5.
Áhrif skerðingar á orku til fjarvarmaveita
Lögð fram til kynningar samantekt fjármálastjóra á fjárhagslegurm áhrifum skerðingar á kaupum á raforku til fjarvarmaveita janúar - maí 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
6.
Beiðni um umsögn vegna starfsleyfisumsóknar - Efnismóttaka og landfylling Mjóeyrarhöfn
Beiðni um umsögn vegna starfsleyfisumsóknar - Efnismóttaka og landfylling Mjóeyrarhöfn. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur þegar veitt jákvæða umsögn.
7.
Deiliskipulag Balinn, Stöðvarfirði
Deiliskipulag Balinn, Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna í auglýsingu.
8.
Ársskýrsla HAUST 2024
Ársskýrsla HAUST 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og felur sviðstjóra að boða fulltrúa Haust á næsta fund skipulags- og framkvæmdanefndar.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 28.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 28. Skipulags- og framkvæmdanefnd hafnar umbeðinni stækkun þar sem hún fer að hluta út fyrir þéttbýlismörk. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara öðrum spurningum umsækjanda sem fram koma í bréfinu.
10.
Tilfærsla á lóðarmörkum Búðareyri 10
Tilfærsla á lóðarmörkum við Búðareyri 10 um 7,5m til vesturs. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tilfærsluna fyrir sitt leyti og vísar erindinu í bæjarráð.