Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

15. fundur
11. september 2024 kl. 16:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Erindi HAUST
Málsnúmer 2409074
Kynning og samtal við Heilbrigðiseftilit Austurlands. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar gott samtal við framkvæmdarstjóra HAUST og formann helbrigðisnefndar.
2.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Málsnúmer 2301057
Farið yfir stöðu framkvæmda við Grunnskólann á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar fasteigna og framkvæmdarfulltrúa yfirferðina.
3.
Deiliskipulag Norðfjörður - tjaldsvæði
Málsnúmer 2406025
Athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma vegna tillögu að deiliskipulagi Norðfjörður - tjaldsvæði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd frestar málinu.
4.
Byggingarleyfi Efri-Skálateigur 1b
Málsnúmer 2409032
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Efri-Skálateig 1b. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Nefndin telur framkvæmdina ekki hafa grenndaráhrif. Skipulags- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2024 segir í almennir skilmálum fyrir landbúnaðarsvæði: "Á lögbýlum er heimilt að reisa þrjú íbúðarhús og þrjú frístundahús, sem nýti innviði sameiginlega eins og kostur er, t.d. aðkomuleiðir, veitukerfi o.þ.h. Forðast ber að byggja stök hús á víðavangi."
5.
Byggingarleyfi Brekkugata 13 viðbygging
Málsnúmer 2409011
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Brekkugötu 13, Reyðarfirði og niðurstaða grenndarkynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Niðurstöðu grenndarkynningar er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
6.
Byggingarleyfi Borgarnaust 5
Málsnúmer 2409045
Umsókn um byggingarleyfi Borgarnaust 5. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir í ljósi þess að mannvirkið nær út fyrir byggingarreit.
7.
Framkvæmdaleyfi vegna efnstöku í Skuggahlíðarnámu
Málsnúmer 2408102
Framkvæmdaleyfi vegna efnstöku í Skuggahlíðarnámu. Skipulags- og framkvæmdarnefnd frestar málinu þar til umbeðin gögn hafa skilað sér.
8.
Stofna lóð Austurvegur 31
Málsnúmer 2408071
Stofnun nýrrar lóðar og útgáfa lóðarleigusamnings vegna skráningar Austurvegar 31. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir stofnun nýrrar lóðar og vísar erindinu í bæjarráð.
9.
Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Hringvegarins
Málsnúmer 2408066
Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Hringvegarins.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Málsnúmer 2404221
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2025, annars vegar rekstur málaflokka í A hluta og hins vegar rekstur sjóða í A hluta auk síðan yfirlits yfir rekstur sjóða í B hluta. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
11.
Viðhald og nýframkvæmdir gatna Fjarðabyggð 2024
Málsnúmer 2404016
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhalds gatna 2024. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar kynninguna.
12.
Viðarperlukatlar
Málsnúmer 2401059
Áframhaldandi samtarf við Tandraorku. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar kynninguna.
13.
Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar
Málsnúmer 2409075
Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar haust 2024. Skipulags- og framkvæmdasvið samþykir fundaáætlunina með fyrirvara um breytingar.
14.
Byggingarleyfi Þorgrímsstaðir
Málsnúmer 2409087
Umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannahús að Þorgrímsstöðum, Breiðdal. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
15.
Göngu og hjólastígur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1608031
Tillaga til að hefjast handa við framkvæmdir við göngu- og hjólastíg milli Reyðdarfjarðar og Eskifjarðar. Skipulags- og framkvæmdarnefnd þakkar fyrir kynninguna.
16.
Framkvæmdaleyfi - Göngu- og hjólastígur frá Sómastöðum að afleggjara austan við álver
Málsnúmer 2409096
Umsókn um framkvæmdarleyfi við gerð göngu- og hjólastígs milli Sómastaða og afleggjara austan við álver. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir gerð göngu- og hjólastígs milli Sómastaða og afleggjara austan við álver og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Framkvæmdin er samkvæmt aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.