Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

18. fundur
8. október 2024 kl. 14:00 - 15:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Benedikt Jónsson varamaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Svanur Freyr Árnason sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Umsókn um lóð Búðarmelur 1
Málsnúmer 2409256
Umsókn um lóð Búðarmelur 1. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
2.
Umsókn um lóð Miðdalur 18-20
Málsnúmer 2409255
Umsókn um lóð Miðdalur 18-20. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
3.
Umsókn um lóðir fyrir dreifistöðvar fyrir hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2409152
Umsókn um lóðir fyrir dreifistöðvar fyrir hraðhleðslustöðvar. Skipulag- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða staðsetningar frekar í samráði við umsækjanda og þeim sem að málinu koma.
4.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2025
Málsnúmer 2409137
Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá gatnagerðagjalda sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025
Málsnúmer 2409159
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir leigugjöld á skipulögðum gámasvæðum í samráði við verkefnastjóra hafna og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2025
Málsnúmer 2409143
Gjaldskrá hunda- og kattahald 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá hunda- og kattahald sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs og umsagna HAUST.
7.
Gjaldskrá vatnsveitu 2025
Málsnúmer 2409168
Gjaldskrá vatnsveitu 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá vatnsveitu sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
8.
Gjaldskrá rafhleðslustöðva 2025
Málsnúmer 2409166
Gjaldskrá hraðhleðslustöðva 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá hraðhleðslustöðva sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2025
Málsnúmer 2409154
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025
Málsnúmer 2409155
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025. Skipulags- og framkvæmdarnefnd vísar gjaldskránni til frekar vinnslu í fjárhagsáætlun 2025.
11.
Gjaldskrá hitaveitu 2025
Málsnúmer 2409142
Gjaldskrá hitaveitu 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
12.
Gjaldskrá fráveitu 2025
Málsnúmer 2409133
Gjaldskrá fráveitu 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fráveitu sem taki gildi 1.1.2025 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
13.
Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Málsnúmer 2309099
Hækka þarf gjaldskrá fjarvarmaveita frá og með 1.11. 2024 í samræmi við breytingar á kaupum á raforku til kyndingar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytta gjaldskrá frá 1.11.2024.
14.
Stafrænt byggingarleyfi
Málsnúmer 2409225
Vísað frá bæjarráði til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd tölvupósti frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stafræn byggingarleyfi sem stofnunin er að innleiða. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
15.
Framkvæmdaleyfi stækkun á framkvæmdasvæði Nes- og bakkagil
Málsnúmer 2410046
Stækkun á framkvæmdasvæði um 3.000 m2 vegna efnisvinnslu við snjóflóðavarnir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.